Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 69
Hinn 17. október 1946 afhenti
Tnnflvtienrlasamhand Ursmíðafé-
aö gjöi mjög vandaða turnklukku.
Þá fylgdu klukkunni 12 kennslu-
stofuklukkur.
1 tilefni af þessum 30 ára tíma-
mótum, þykir Víkingnum viðeig-
andi, að rifja upp þennan atburð,
sem mun vera orðinn fyrndur, —
en holl fræðsla fyrir nemendur
skólans.
ritstj.
Ásgeir Sigurðsson skipstjóri
þakkaði hina rausnarlegu gjöf,
fyrir hönd FFSÍ og sjómanna.
Mælti hann m.a. á þessa leið:
„Um leið og ég þakka af heilum
hug fyrir hönd okkar, sem erum
umbjóðendur sjómanna í bygg-
ingarnefnd skólans, — Úrsmiðafél.
Islands fyrir veglyndi það og vin-
semd í garð sjómanna, sem lýsir sér
með þessari veglegu gjöf, hinni
miklu klukku í turn skólans, sem
auk þess að vera hin mesta
dvergasmíði, að sögn sérfróðra,
hefir með sér postulana tólf, hinar
12 veggklukkur, þá læt ég eigi hjá
líða að láta í Ijósi þá ósk mína og
von að hún megi verða til þess,
með sínum 12 fylgihnöttum, að
minna nemendur skólans á stund-
vísi og árvekni við námið. Og eins
og hinn veglegi skóli, sem byggður
er á bjargi, er hið táknrænasta
merki til þess að leiðbeina sjó-
mönnum, um örugga leið út og inn
af höfninni til höfuðstaðar lands-
ins, svo verði og þessi turnklukka
til þess að minna, eigi aðeins sjó-
menn, heldur og alla landsmenn, á
að gjöra rétta og þarflega hluti á
réttum tíma. Geti hún þannig
orðið sannkölluð íslandsklukka, í
orðsins sönnustu og bestu merk-
ingu“.
Lýsing hinnar veglegu klukku er
á þessa leið:
Turnklukka Sjómannaskólans í
Reykjavík er með fjórum skífum
hátt á annan metra (168 cm.) að
turnsins. Þær ganga allar tynr einu
verki, sem stendur á miðju gólfi á .
sömu hæð. Verk þetta er af nýrri
gerð, mjög sterklegt, gjört af stáli
og kopar. Stálrör ganga úr verkinu
út af skífunum fjórum og tengjast
þær vísunum, en þeir standa ó-
varðir utan á skífunum.
I stórviðri þarf mikinn kraft tii
þess að stjórna vísunum og er raf-
magnsmótor, sem komið er fyrir í
sambandi við verkið látinn annast
það starf. Dregur hann klukkuna
upp á nokkurra mínútna fresti.
Bili rafmagnsveitan, heldur
klukkan þó áfram að ganga rúma 3
tíma. Að innanverðu við úrskíf-
urnar, sem eru úr ljósu ópalgleri, er
komið fyrir ljósaútbúnaði, sem
kviknar á þegar dimmt er orðið, og
gjörir þær lýsandi. — Mun þetta
vera fyrsta turnklukkan hér á
landi, sem lýst er upp á þennan
hátt. —
-Ef staldrað er við í turninum og
horft á hjólverk klukkunnar, virð-
ist það fyrst í stað standa kyrrt, en
nákvæmlega tvisvar sinnum á
mínútu hverri færist ,,líf“ í verkið,
hjól og spaðar taka að hverfast og
vísarnir færast fram um hálfa
mínútu. Hér er „sál“ klukkunnar
að verki, móðurklukkan nákvæma,
sem á heima á annarri hæð hússins
og sendir boð með rafmagns-
straumi til turnklukkunnar og
hinna tólf stofuklukkna, sem henni
eru undirgefnar, víðsvegar um
skólann. Færist þá hver þeirra
fram um hálfa mínútu. Móður-
klukka þessi er af mjög fullkom-
inni gerð, með sekúndudingul úr
„Invar“-stáli, en stáltegund sú er
ónæm fyrir hitabreytingum, sem
annars rugla ganginn. Ennfremur
virðist gerð þessi vera laus við
þann annmarka á eldri klukkum,
sem orsakar gangskekkju vegna
þykknandi olíu.
397
íslands-
klukkan
VÍKINGUR