Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 71
t HORFNIR FELAGAR f Ölver Fannberg stýrimaður minning Vinur minn Ölver Fannberg lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. nóvember. Hann var fæddur í Bolungarvík 30. apríl 1924, sonur hjónanna Kristjönu Jónsdóttur Fannberg og Bjarna Fannberg skipstjóra. Ölver ólst upp í „Víkinni“ hjá foreldrum sínum og komst þá fljótt í kynni við sjóinn og beitingarskúrana, enda var hann mjög góður sjó- maður. Hann fluttist með foreldrum sínum til ísafjarðar 1935, og lauk þar ’gagnfræðaprófi. Ölver var af- buéða línumaður, og tók oft þátt í kappmótum á ísafirði og vann til verðlauna. Hann var einnig mjög góður netamaður, handfljótur, handlaginn og vandvirkur. Fjölskyldan flyst suður til Reykjavíkur 1943. Þar kynnist hann konu sinni, Þóru Ólafsdótt- ur, Friðrikssonar frá Jaðri í Þykkvabæ. Þóra vann þá hjá Magnúsi Kjaran og Soffíu konu hans. Við Ölver vorum mikið saman á þessum árum, og eru margar ljúfar minningar í huga mínum frá þeim tímum. Ölver fer í Stýrimannaskólann 1947 og lýkur prófi þaðan 1949. Þáttaskil verða í lífi hans þegar tengdamóðir hans og mágur deyja með stuttu millibili og Ólafur er eftir með eina dóttur. Ölver og VfKINGUR Þóra flytja austur og fara að búa að hálfu á móti þeim. Síðan versnaði heilsa Ólafs og aldurinn færðist yfir hann, tók þá Ölver við þeirra helmingi búsins. Fyrstu árin voru þau með skepnur, en síðustu árin eingöngu með kartöflurækt. En síðan kom slæma fréttin, Ölver kominn á sjúkrahús. Þegar menn, sem aldrei hafa kennt sér meins, þurfa á sjúkrahús, án þess að slasast, eru það slæmar fréttir. Þó birti upp í sumar, þá var Öl- ver kominn heim og við fórum í bæinn, eins og í gamla daga, sát- um á bekknum á torginu og geng- um með höfninni. En birtan stóð ekki lengi, næst þegar ég kom í land var Ölver kominn á sjúkrahús aftur. Ölver og Þóra áttu kjörson, Ólaf Fannberg, sem nú stundar gagn- fræðanám í Hagaskóla. Ölver var vinamargur, sem best sást þegar hann lá á sjúkrahúsinu, og var það þó smáhópur af öllum hans vin- um. Honum líkaði vel í Þykkvabæ og þar var hann til moldar borinn laugardaginn 13. nóvember. Ég og kona mín, Aðalheiður Sigurðardóttir, biðjum Guð að blessa hann og styrkja konu hans Þóru, son hans Ólaf, foreldra og önnur skyldmenni. Skarphéðinn Magnússon. 399

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.