Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Side 72
,Jóðsótt
Frúin æfði söng í setustofunni,
en eiginmaðurinn sat í stólnum,
ríghélt sér í armana og reyndi að
sitja á sér. En frúin tók þá smá-
hvíld.
Allt í einu hringdi síminn og
maðurinn greip tólið feginshendi.
— Hver var það, spurði frúin.
— O, — það var bara konan á
efri hæðinni sem var að óska þér til
hamingju.
— Þarna sérðu elskan, hrópaði
frúin himinlifandi.
— Ja, hún var nú reyndar að
spyrja hvort það hefði verið
drengur eða stúlkubarn, sem þú,
hefðir fætt!
★
Svohljóðandi auglýsing var
hengd upp í glugga veitingahúss:
Þjón vantar. Hálfan eða allan
daginn. Vanan eða óvanan. Karl-
mann eða kvenmann.
Fyndinn vegfarandi bætti aftan
við: Dauðan eða lifandi!
★
Útvarpsstöð í Bandaríkjunum
flutti kafla úr biblíunni, sem
framhaldsleikrit. Sumir hlustend-
ur urðu dálítið undrandi þegar
þulurinn sagði í lok þáttarins:
Drepur Kain Abel? Hlustið aftur
næsta miðvikudag, þá vitið þið
hvernig fer.
Kokkurinn horfir á eftir jólamatnum.
Kona gekk yfir þilfar á farþega-
skipi og kom auga á mann, sem sat
í hvílustól. — Þér eruð einmitt
maðurinn, sem ég er að leita að,
allt gifta fólkið ætlar að fara að
spila bridge“.
Maðurinn leit upp og sagði ve-
sældarlega: Yður skjátlast frú, ég
er ekki giftur, — ég er sjóveikur.
★
Jæja, ungfrú góð, sagði dómar-
inn, — hafið þér nokkru sinni átt í
útistöðum við lögregluna áður?
— Ekki get ég neitað því, ég var
trúlofuð lögregluþjóni í 2 mánuði
árið 1950.
400
VÍKINGUR