Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 73

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 73
Hr. forseti, góðir þingfulltrúar og gestir. Ég þakka stjórn Sjómannasam- bandsins fyrir boðið hingað í dag og fyrir að fá tækifæri til að ávarpa fulltrúa 10. þings Sambandsins örfáum orðum. Við þetta tækifæri er mér efst í huga hvernig þessi sambönd þ.e. Sjómannasambandið og Far- mannasambandið geta unnið meira saman. Það má held ég segja að sjómannasamtökin standi í dag á krossgötum. þeir atburðir hafa gerst á yfirstandandi ári, að nær einstæðir eru. Samningsuppköst fyrir fiskimenn hafa verið felld hvað eftir annað, og gang þeirra mála þarf ekki að rekja fyrir ykkur hér, það þekkið þið eins vel og ég. Hinsvegar hlýtur sú spurning að vakna hvort það sé ekki órökrétt og vissulega óæskilegt að sú staða komi upp eins og í vetur. Það hlýtur að vera best fyrir alla að annað hvort séu allir komnir með samninga eða enginn. En hvað er VÍKINGUR Ávarp forseta FFSt, við setningu 10. þings Sjómanna sambands íslands í haust þá að þegar staða eins og í vetur kemur upp? Jú, það í raun vantar miklu nánara samstarf milli þeirra aðila, sem að þessu standa þ.e. stéttarfélaganna og eða samband- anna. Á síðasta þingi FFSl var samþykkt tillaga sem fól í sér viljayfirlýsingu um aukið samstarf eða jafnvel samruna að einhverju eða öllu leyti við Sjómannasam- bandið. Samstarf hefir að vísu verið nokkuð en ekki nærri nóg. Mér er ljóst að í gegnum árin hafa verið uppi misjöfn sjónarmið inn- an þessara sambanda, og útaf fyrir sig er það kannski ekki óeðlilegt. Hinsvegar held ég að það verði að gerast að smávægilegar nábúa- kritur verði lagðar á hilluna og unnið saman heilshugar með hagsmuni allra sjómanna x huga. Ég geri mér fulla grein fyrir að um þetta eru ekki allir sammála og þetta gerist ekki með einu penna- striki eins og einusinni var sagt. Þetta samstarf þarf að þróast stig af stigi, eftir því sem menn telja að tilefni gefist til. Fyrst víðtækt samstarf í kjaramálunum, siðan smátt og smátt um önnur hags- munamál sjómannastéttarinnar, og þá fyrst þegar allir íslenskir sjó- menn, undirmenn og yfirmenn, farmenn og fiskimenn eru samein- aðir undir einu merki í einu sam- bandi fara málin fyrir alvöru að renna í réttan farveg. Við erum jú allir á sama báti. Félögin verða að vera virkari hvert um sig, þ.e.a.s. félagsmennirnir. Þá verður allt starfið léttara. Ég veit að hér verða mörg hags- munamál sjómanna rædd og far- sællega til lykta leidd, og það er von mín að það sem ég hefi rætt hér á undan verði rætt með opnum huga og framsýni. Um leið og ég flyt SÍ kveðju FFSl óska ég þingfulltrúum ár- angursríkra þingstarfa og lýk orð- um mínum með því að minna á þá staðreynd að: SAMEINAÐIR STÖNDUM VIÐ EN SUNDRAÐIR FÖLL- UM VIÐ. 401

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.