Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 6
þúsund þorska. Einasta skóla- ganga hans fyrir vestan var tveggja ára nám hjá sr. Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri og hjá honum fékk hann undirbúning fyrir lærdóms- deild Menntaskólans. Settist hann í fyrsta bekk stærðfræðideildar ár- ið 1920, þá 22 ára gamall og lauk stúdentsprófi árið 1923. Sigldi hann til Kaupmannahafnar sama sumarið og lauk meistaraprófi í dýrafræði við Kaupmannahafnar- háskólaárið 1929. Næstu tvö árin vann hann sem aðstoðarmaður hjá hinum heims- kunna danska fiskifræðingi Dr. Johs. Schmidt á Carlsberg-rann- sóknastofnuninni, en i ársbyrjun 1931 réðist hann sem fiskifræðing- ur hjá Fiskifélagi Islands. Þó Árni Friðriksson legði grundvöllinn að því sem við nefn- um hagnýt fiskifræði, sérfræði um lífríki hafsins og dýralífsins þar, þá var hann, eins og Bjarni Sæmundsson alhliða náttúrufræð- ingur. Áhugamál hans voru fleiri en fiskur. Hann var t. d. vel heima í grasafræði og átti talsvert plöntusafn. Hann var lengi í stjórn Náttúrufræðifélagsins, forseti Vís- indafélags Islands var hann um tveggja ára skeið, formaður í stjórn Skógræktarfélagsins var hann einnig um tíma og í Veiðimála- nefnd sat hann 13 ár svo eitthvað sé nefnt af hinum fjölmörgu á- hugamálum hans. Þá var hann mikill og góður frímerkjasafnari og bókasafn átti hann gott. Hann átti ýmsar merkar fræðibækur og mjög stórt safn sérprentana á sviði nátt- Dr. Árni Friörikss., fiskifr. ingum (fiskum) en gert er nú á tímum, þegar bókstaflega er unnt að segja fyrir um stærð heilla fiskistofna. Segja má að hagnýtar fiski- rannsóknir hefjist þegar Árni Friðriksson kernur heim frá námi og ræðst sem fiskifræðingur til Fiskifélags Islands árið 1931. Dr. Árni Friðriksson var fæddur árið 1898, en þá var dr. Bjarni Sæmundsson búinn að starfa fjög- ur ár ár á íslandi að afloknu námi, og því byrjaður að leggja grund- völlinn að sínu merka starfi. Árni Friðriksson braust til mennta, af miklum dugnaði og var sjómaður alla tíð, því ekki var æska hans í miklu frábrugðin lífi annars alþýðufólks á þeim tíma. Efnin voru ekki mikil og hann varð fljótlega að fara að vinna fyrir sér. Hann fór því snemma að stunda sjóinn, bæði hjá föður sínum og öðrum skipstjórnarmönnum í Arnarfirði, enda sagði hann oft að hann hefði ekki getað byrjað í skóla fyrr en hann hefði dregið 5 miiiiiiyiiii HHSilitiltllll I iIi11liIiIii* I 1 iiifiiilititi iiiil Jón Jónsson, fiskifræðingur, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, telur að vel sé búið að hafrannsóknum. Hér er Skúiagata 4, aðsetur stofnunarinnar. V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.