Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 12
Það dregur þó að því að fleiri fiskifræðingar koma til starfa við deildina og rannsóknarstörfin fóru að eflast. Áhugi stjórnvalda fór líka vaxandi, þegar þau fóru að sjá að fiskirannsóknir höfðu hagnýtt gildi. Sú kenning að fiskum fjölgaði ekki í sjónum, þótt fiskifræðing- unúm fjölgaði stendur að vísu ó- högguð enn, — en samt sem áður fóru rannsóknir að svara kostnaði. Við fengum þetta myndarlega hús að Skúlagötu 4 og þar var að- staðan mjög góð til þess að taka við nýjum mönnum og nýjum verk- efnum. Það dró að því að við átt- um greiðari aðgang að skipum og við fengum fyrsta hafrannsókna- skipið ÁRNA FRIÐRIKSSON árið 1968 og svo BJARNA SÆMUNDSSON árið 1970. Áður höfðum við fengið HAFÞÓR, sem er lítill togari, sem hefur dagað uppi hjá okkur, sem rannsókna- og tilraunaskip. — Það er ekki rúm til þess að rekja þróun Hafrannsóknastofn- unarinnar í smáatriðum, en hún hefur aðeins vaxið jafnt og þétt með tilliti til þarfar á upplýsingum vegna skipulags- og fiskveiðimála. Fiskileitin — Nýmið — Fyrsti áþreifanlegi árangur fiskirannsókna, ef við kjósum að taka svo til orða, er fiskileitin. Aður hefur aðeins verið minnt á fund fiskimiða og asdic-tækið, sem sett var í varðskipið ÆGI vegna óska Fiskideildarinnar. Þetta hófst með síldarleitinni, sem reist var á vísindalegum grundvelli og ekki má gleyma karfaleitinni. Árið 1957 fundu Islendingar stóru Karfamiðin við Nýfundnaland, sem gjörbreyttu karfaveiðum okk- ar. Við veiddum þá svo að segja engan karfa árið áður, en næsta ár veiddust 80.000 lestir. Það voru þeir Jakob Magnússon fiskifræð- Á kajanum við BJARNA SÆMUNDS- SON. Á myndinni eru Ingólfur Stefáns son, skipstjóri og framkvæmdastjóri FFSÍ, en hann á sæti í stjórn Haf- rannsóknastofnunar. Hann er á tali við Sæmund Auðunsson, skipstjóra og Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing og leiðangursstjóra. ingur og Sæmundur Auðunsson, skipstjóri, sem nú stjórnar BJARNA SÆMUNDSSYNI, sem heiðurinn áttu af því. Þegar síldin var búin, þá fórum við í þennan fátæka ættingja síldarinnar, loðnuna, sem nú er veidd og skiptir sköpum í efna- hagslífi þjóðarinnar og gjaldeyris- öflun. Þarna finnast ný verðmæti, ný fisktegund sem farið er að veiða. Það er sama tæknin, og grund- völluð hafði verið í síldarleitinni sem núna er notuð við loðnu með góðum árangri og það hefur tekist að lengja veiðitímabilið með auknum rannsóknum. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur hefur annast þennan þátt mála, sem þjóðinni er kunnugt, og byggir þar m.a. á fyrrastarfi Hafrannsókna- stofnunar. Þá er ótalinn mikill árangur rækjurannsókna. Búið er að finna ný rækjumið og þau eru undir eft- irliti, sem hindra á rányrkju, en rækja er nú veidd á mun stærra svæði en áður og í auknu magni. Einnig má nefna hörpudiska- miðin, sem fundist hafa. Við höf- um bókstaflega kortlagt hverja einustu skel í Breiðafirði og skammtað er af þessari auðlind í hæfilegum skammti með vísinda- legum aðferðum. Þetta leiðir hugann að þeirri staðreynd, að það er hlutverk Hafrannsóknastofnunarinnar að draga fram einhverja pakka handa þjóðinni til þess að lifa af, því ein eða tvær fisktegundir eru þess ekki lengur megnugar að sjá henni fyrir lífsnauðsynjum, t.d. þorskur og síld. Þessvegna verður að efla rannsóknir og þekkingu alla á dýralífi sjávar. Við verðum að stilla afrakstri miðanna í það hóf að framtíðinni sé ekki hætta búin og það er jafn rangt og óverjandi í hungruðum heimi, að nýta fiski- miðin ekki sem skyldi. Hlutverk okkar er því tvíþætt, að hjálpa fiskimönnum til að veiða, en jafnframt að passa það um leið að þeir veiði ekki of mikið, eða of smátt. Skipulag Hafrannsókna — Svo vikið sé að lokum að SÖLUSAMBAND ÍSLENZKRA FISKFRAMLEIÐENDA stofnað í júlímánuði 1932, með samtökum fiskframleiðenda, tll þess að ná eðlilegu verði á útfluttan flsk landsmanna. Skritstota Sölusambandsins er í Aðalstræti 6. Símnefnl: FISKSÖLUNEFNDIN Síml:11480(7línur). 12 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.