Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 11
Dr. Hermann Einarss., fiskifr. maöur þetta fyrst erlendis og þegar ég tók við 1953 var það eiginlega alveg óundirbúið. Við Hermann Einarsson kom- um, sem áður sagði, heim frá námi eftir stríðið. Hermann lauk prófi í dýrafræði frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1941, en var búsettur í Kaupmannahöfn til ársins 1945 og vann þá að dokt- orsritgerð um ljósátu, sem talið er eitt merkasta rit í heimi um ljós- átu. Dr. Hermann Einarsson var mjög gáfaður og skemmtilegur maður og mikilsvert að fá hann til starfa við íslenskar fiskirannsóknir. Ég lærði hinsvegar fiskifræði við Oslóarháskóla og lauk prófi árið 1946. Ég tók þegar til starfa við Fiskideildina og tók við þorsk- rannsóknunum, enda hafði nám mitt að nokkru miðast við það. Starfaði ég við þær rannsóknir, eða þorskinn þar til ég lét þær af hendi við Sigfús A. Schopka, fiskifræð- ing. Ég missti sumsé glæpinn vegna anna við önnur verkefni, og má segja að það sé eðlilegra að sá sem stjórna á heilli stofnun, sé ekki með önnur mikilvæg verkefni, sem hann hefur svo í raun og veru ekki tíma til þess að annast. Þau vís- indastörf sem ég stunda eru þó á- fram að mestu bundin við þorsk- inn og hefi ég af þeim störfum mikla ánægju. Ástæðan fyrir því að ég tók við þorskinum á sínum tíma var sú að í Noregi voru þorskrannsóknir á mjög háu stigi. Kennari var Rollessen, sem var forstjóri norsku hafrannsóknastofnunarinnar, en hann er nýlátinn. Hann lagði á- kaflega merkar nýjungar fram í þorskrannsóknir. Þessar nýjungar innleiddi ég svo hér og byggðum við störf okkar á þeim hér fyrstu áratugina að miklu leyti. Þetta varð til þess að Árni Friðriksson fól mér þorskrann- sóknirnar, en Hermanni Einars- syni ætlaði hann sjórannsóknir, en féll ekki við það og dr. Unnsteinn Stefánsson fór síðan í þær, en Hermann í síldarrannsóknir, þar sem hann einbeitti sér mest að Suðurlandssíldinni, en Árni Friðriksson var samt áfram. Þeir fóru dálítið furðulega að, skiptu bara við Reykjanes og „ríktu" svo hver á sínu svæði. Dr. Hermann Einarsson vann merkilegt rannsóknarstarf á sum- argotssíld og vorgotssíld við Is- land, en síðan fór hann til útlanda og vann merkilegt starf í Suð- ur-Ameríku við að skipuleggja perúanskar haf- og fiskirannsóknir og ennfremur vann hann við strauma- og dýralífsrannsóknir. Þessi störf vann dr. Hermann Einarsson á vegum Sameinuðu þjóðanna og naut hann mikillar virðingar. Starfsævi hans varð því miður alltof skömm. Dr. Hermann Einarsson lést af slysförum fyrir nokkrumárum. Dr. Hermann Einarsson var mjög merkilegur vísindamaður. Eftir hann liggja fjölmörg rit og ritgerðir um vísindaleg efni og annað, en hann var ritfær maður vel. Ritstjóri Náttúrufræðingsins var hann um tíma. Athyglin beinist að hafrannsóknum Þegar ég tók við störfum sem forstjóri fiskideildarinnar af Árna Friðrikssyni voru viðhorfin til haf- og fiskirannsókna tekin að breyt- ast, og rannsóknirnar höfðu tengst atvinnulífinu nánar en verið hafði. Við vorum þrír sérfræðingarnir, Hermann Einarsson, Unnsteinn Stefánsson og ég, og við höfðum nokkra aðstoðarmenn. Fiskirann- sóknaskip var ekkert, en við feng- um að fljóta með varðskipinu Ægi fyrir náð og - miskunn og stöku sinnum fengum við önnur skip, skamman tíma í einu. Oftast varðskipin ÆGI og MARÍU JÚLÍU. BJARNI SÆMUNDSSON er að láta úr höfn íloðnurannsóknir og loðnuleit. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, einn reyndasti fiskileitarmaður okkar fær sér kaffisopa í brúnni meðan þess er beðið að skipið leysi festar. VÍKINGUR 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.