Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 27
sitt og ætlar til Grænlands. Snorri Þorbrandsson fer með honum úr Álftafirði og voru fjórir tigir manna á skipi. Maður hét Bjarni Grímólfsson breiðfirskur að ætt, annar hét Þór- hallur Gamlason, austfirskur maður. Þeir bjuggu hið sama sumar skip sitt og ætluðu til Grænlands. Þeir voru og fjórir tigir manna á skipi." Ekki segir af ferð þeirra fyrr en þeir koma til Grænlands, en líkur benda til þess að þeir hafi haft samflot, því báðir höfðu vetursetu í Brattahlíð. Þar gjörast svo ýmsir atburðir um veturinn, meðal ann- ars halda Þorfinnur og Guðríður brúðkaup sitt. Einnig er skipu- lagður leiðangur til Vínlands. Til þeirrar ferðar réðust þeir Bjarni og Þórhallur Gamlason, með sitt skip og það föruneyti, er þeim hafði fylgt, af Islandi og fleira fólk. Þar á meðal var Þór- hallur, sem kallaður var veiðimað- ur. Af honum gefur sagan þessa lýsingu: „Hann var mikill maður og sterkur, svartur og þurslegur, hljóðlyndur og illorður það er hann mælti og eggjaði jafnan Eirík hins verra. Hann var illa kristinn. Honum var víða kunnugt í ó- byggðum." — Og nokkru síðar segir: „Sigldu þeir til Vestri- byggðar og þaðan til Bjarneyjar. Þaðan sigldu þeir tvö dægur í suð- ur. Þá sjá þeir land. . ." o.s.frv. Nú hefir það vafist fyrir mönn- um, hví siglt var þessa leið, norður með landi, sem var að sjálfsögðu mikill krókur, þegar fljótt er á litið. En gefi maður sér tíma til þess að skoða þessa frásögn nánar, skilur maður fljótt ástæðuna fyrir því. Það hlýtur að hafa verið Þórhallur, sem var leiðsögumaður og réði ferðinni. Þrátt fyrir þessa ljótu lýs- ingu sögunnar á honum, er honum ekki alls varnað. „Honum var víða kunnugt í óbyggðum." Það var líka það, sem kom að bestu haldi í þessari ferð. Hann vissi að veiði- skapur til fæðuöflunar var auð- veldari þegar farið var með lönd- um og hætt er við að hafi verið farið að ganga á matarforðann í Brattahlíð um vorið. En þó um- fram allt, hann þekkti hafstraum- ana á þessari leið. Vissi að straumurinn lá norður með Græn- landi að vestan, norður að Bjarn- arey eða Disko, sem nú er nefnd svo, og beygir vestur yfir hafið á þeim slóðum. Strax við Stóra-Flyðrugrunn fer að gæta fallaskipta þeirrar straumgreinar, sem fellur þar vestur yfir hafið og sameinast Hellulandsstraumnum, sem gengur suður með þessum löndum og nú kallast Labrador- straumur. Nútímamenn, sem sigla um þessar slóðir þekkja þessa strauma og eru ekkert hissa á því að þessi leið var valin, þótt fræði- menn okkar velti vöngum yfir því. Þórhallur veiðimaður hefir líka þekkt þetta og lært að hagnýta sér þessa strauma á ferðum sínum norður í óbyggðir og hafsbotna. Hann vissi því að betra var að hafa straum með sér en móti. Lýsing sögunnar á þessum dugnaðarmanni þarf engum að koma á óvart, þegar þess er gætt, að það var kirkjunnar maður á Þingeyrum sem skrifaði söguna. Öðru máli gegnir og kveður við annan tón, þegar Leifur á í hlut, enda var hann trúboði. Sama er að segja um Karlsefni og Guðríði, en út af þeim voru þrír biskupar, sem söguritarinn nefnir, þeir Þorlákur Runólfsson, Björn og Brandur. Hætt er við að sögunni um land- könnun Karlsefnis hefði ekki verið eins mikill gaumur gefinn, hefði hann ekki átt þessa háttsettu af- komendur. Sama má segja um Guðríði, öll frásögnin um hana er samfelldur dýrðaróður. Frá því hún kveður Varðlokukvæðið fyrir spákonuna á Herjólfsnesi og allur sá ljómi og dýrð sem Þorsteinn fyrri maður hennar sá yfir henni í veikindaóráðinu og þar til sögurit- arinn endar hina glæstu æfi henn- ar með suðurgöngu á fund páfa, og gjörist svo nunna sín síðustu ár. En Þórhallur var „illa kristinn". Á siglingunni suður með hinum vestrænu löndum virðist hafa farið vel á með þeim félögum, þá röktu þeir sig fram með þeim löndum, sem Bjarni Herjólfsson hafði fundið nokkrum árum áður. En eftir fyrsta veturinn, þegar fór að sverfa að og sneiðast um matvæli, svo menn fóru að heita á þau máttarvöld, sem helst þóttu væn- leg til bjargar. Kristnir menn á guð sinn, en Þórhallur á Þór, nokkru síðar rak þar hval. Látið er í það skina, að hann hafi verið sendur þeim til tjóns. En margan hvalinn rak þó, sem ekki var ætur og er slíkt alkunna. Uppúr þessu kemur upp mis- sætti um landkönnunina, svo að Þórhallur yfirgefur leiðangurinn og heldur aftur norður með landi, hefir búist við meiri selveiði þar, en hinir halda áfram suður með. Þór- hallur yrkir svo um þetta allt og fer háðsorðum um vínberjaleit hinna. En Þórhallur var óheppinn með veður og hreppir andviðri og hefir þar að auki strauminn á móti, sem að sjálfsögðu æsist við norðanátt- ina. Verður honum því ferðin erfið við tíunda mann á skipsbátnum, að því er virðist. Hann hlýtur því að reka suður og út hve langt veit enginn, en þá er ekki orðið langt út í straumaskiptin, svo að norður- fallsins fari að gæta. Þar eftir hefir svo straumurinn ráðið miklu um þessa ferð, þvert yfir Norð- ur-Atlantshafið. En um ferð þessa fara ekki sögur, en til írlands komust þeir eftir því, sem haft var eftir kaupmönnum, segir sagan. Viðskipti voru allmikil milli ís- lands og Irlands. Voru þeir kaup- menn venjulega nefndir Dyblínar- farar, sem þangað sigldu. Karlsefni og Bjarni sigldu suður á bóginn og þeir aðrir, sem með þeim voru. „Þeir fóru lengi", segir VlKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.