Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 5
Með blýant og blað á togara Samband Bjarna við sjómenn var náið. Hann var með þeim á sjó og flutti fyrirlestra fyrir sjómenn á fyrstu árum aldarinnar. Margir skipstjórar gerðu fyrir hann sér- stakar athuganir, þar á meðal skútuskipstjórar, einsog Geir heit- inn Sigurðsson, og með þessum frumstæða hætti safnaði Bjarni saman fyrstu brotunum að þekk- ingu manna á dýralífi og náttúru hafsins umhverfis landið. Hann ferðaðist um landið, kvarnaði þorsk og ýsu víða og afl- aði sér þannig upplýsinga um vaxtarhraða og viðgang þessara fiska. — Ég veit ekki hvernig menn litu á þetta þá, hafa sjálfsagt margir litið á það sem hálfgert dútl að vera að þvælast með blað og blýant um borð í togara og vera að skera upp fiska í nafni vísindanna. En hitt er þó ljóst, að þeir sem hittu þennan merka vísindamann, heilluðust af áhuga hans og starfi og má hiklaust segja að hann afli vísindum sínum stuðnings og skilnings meðal þjóðarinnar, sem ekki þekkti þessi fræði, eða gildi þeirra fyrir landið. Þetta er meðal annars ljóst af því að allir Islendingar tala um Bjarna Sæmundsson með mikilli virðingu. Sem áður sagði gerðist Bjarni Sæmundsson kennari við Menntaskólann, eða Lærða skól- ann, þegar hann kom heim frá námi. Seinustu ár æfi sinnar átti hann þess þó kost að sinna ein- vörðungu vísindastörfum. Það fer ekki milli mála að dr. Bjarni Sæmundsson er einn merk- asti náttúrufræðingurinn, sem rannsakar Atlantshafið á sínum tíma og hann er meðal brautryðj- endanna. Árni Friðriksson og hagnýtar fiskirannsóknir Þó verður að gera mun á rann- sóknum hans og því sem við getum nefnt nútíma fiskirannsóknir. Gögn dr. Bjarna og niðurstöður voru byggð á miklu færri einstakl- Hafrannsóknaskipin við bryggju í Reykjavík. Þau eru, talið frá vinstri: DRÖFN, HAFÞÓR, ÁRNI FRIÐRIKSSON og BJARNI SÆMUNDSSON. VlKINGUR /r> p Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jafnvel aðra: þaú kemur aiárei neitt fyrír miQ Þetta eru staðlausir stafir, því áföllin geta hent hvern sem er,hvar sem er. Það er raunsæi aö tryggja. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGAR^ Pósthússtræti 9, sími 17700

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.