Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 46
VINDUR
VINDUR
Með beitivind á stjórnborða.
REGLA HOWES
Skipið siglir með beitivind á
bakborða og víkur úr leið.
mennar skilgreiningar, hefur hug-
takið skiþ verið gert víðtækara. Það
nær nú einnig yfir sjóflugvélar og
skip án særýmis eins og svifskip og
skip á sjóskíðum (hydrofoil-skip á
erlendum málum).
í f-lið er hugtakið „stjórnvana
skip" haft um skip, sem áður var
kallað „skip, sem er ekki undir
stjórn". Þetta hugtak er greinilega
skýrt í reglunum, en var áður að-
eins skýrgreint sem skip, er ekki
gæti vikið úr leið.
Stjórnvana skip er skilgreint
þannig: „Stjórnvana skip merkir skip,
sem vegna óvenjulegra aðstœðna verður
ekki stjórnað eða snúið eins og krafist er í
þessum reglum og getur því ekki vikið
fyrir öðru skipi."
Stjórnvana skip er því skip
undir fullri stjórn sinna yfir-
manna, en getur ekki í öllu fylgt
reglum um stjórn og siglingu- það
er því stjómvana — sbr. hugtakið
aflvana. Stjórnvana skip er t.d.
skip, sem er á siglingu með
neyðarstýri, skip, sem liggur um
stundarsakir með stöðvaða vél,
veiðarfæri eða annað i skrúfu og
getur því ekki vikið úr leið annarra
skipa.
Tekin hafa verið upp tvö ný
hugtök: „'skip með takmarkaða stjóm-
hœfm" og „skip, sem er bagað vegna
djúpristu".
Skip með takmarkaða stjórn-
hæfni er skilgreint þannig:
„ Það merkir skip, er hefur lakmark-
aða hœfni lil stjórntaka eins og kveðið er
á um íþessum reglum, vegna þeirra sér-
slöku slarfa, sem skipið er bundið, og
getur það því ekki vikið úr leið fyrir öðru
skiþi."
Takmarkaða stjórnhæfni teljast
m.a. hafa: Kapalskip, dýpkunar-
og sjómælingaskip, skip við mót-
töku eða losun vista eða farms; t.d.
síldarmóttökuskip, skip við flugtak
eða lendingu flugvélar um borð,
tundurduflaslæðari og skip, sem
dregur annað skip við erfiðar að-
stæður.
„Skip, sem er bagað vegna djúpristu,
merkir vélskip, sem á mjóg erfitt með að
víkja frá stefnu sinni vegna mikillar
djúpristu miðað við það dypi, sem er á
siglingaleið þess."
Reglur um stjórn og siglingu: 1 I.
hluta kafla B um stjórn og siglingu
skipa í hvers konar skyggni er lögð
sérstök áhersla á mikilvægi þess að
halda dyggilega vörð og standa
vaktina af árvekni og samvisku-
semi.
„Á hverju skipi skal ávallt halda
dyggilega vörð," segir í upphafi 5.
reglu. Hér er sterkar að orði
kveðið, en í 29. gr. núgildandi
reglna um að halda dyggilega
vörð.
Örugg ferð
1 stað hugtaksins minnkuð ferð,
sem áður var í 16. gr. er tekið upp
hugtakið örugg ferð. Einkum ber að
athuga, að nú er tekið fram, að
ávallt skuli siglt með öruggri ferð, en
það þýðir, að reglan á við í bjart-
viðri sem í dimmviðri.
Þegar ákveða skal hvað sé örugg
ferð eru talin upp 6 atriði, sem öll
skip skulu ásamt öðru taka tillit til:
1. skyggnis;
2. fjölda skipa á siglingaleið, þar
með þéttra flota fiskiskipa eða
annarra skipa;
46
VÍKINGUR