Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 36
stofninn mikla sumarveiði fyrir Norðurlandi, eyðist ekki af því, sem af er tekið. Semsé verður magn loðnunnar ekki því mun minna, sem á miðin kemur að vetrinum. Það skyldi þó ekki geta komið fyr- ir, og þá um leið yrði fiskigengd minni á vetrarmiðin. Það verður að virða það til betri vegar að hér er leikmaður að slá fram spurn- ingum. Mér datt í hug að hag- stæðara væri að fiskur hrygndi áð- ur en hann væri drepinn, þar með eykur hann þó kyn sitt. Þess vegna sýnist óeðlilegt að fiskurinn skuli veiddur þegar hann er á leiðinni inná hrygningarsvæðið, til að auka kyn sitt, t.d. þorskurinn. Ekki yrði talið búmannslegt að drepa ærnar komnar að burði, hætt er við að útkoman yrði þá eitthvað skrítin. Er ekki lögmálið eitt og hið sama fyrir þessar lífverur, mér er spurn? Nei við skuium ekki hafa hrak- spár í huga um þessi áramót, því nú er hátíð í hugum allra sannra íslendinga, hátíð yfir unnum sigri í stóru máli og vandasömu, ,,land- helgismálinu“. Eigi þeir heiður og þökk, sem að þeim sigri unnu, ó- deigir og öruggir, stöndum allir, sem einn íslendingar góðir, vörð um þann rétt, sem við höfum fengið i okkar hlut. Kristján Þorláksson skipstj. á Hval 4. Engin erlend skip inná okkar umráðasvæði til fiskveiða, hvorki nú, né framvegis. Sýrium dáð og drengskap til að bæta fiskimiðin, ala upp nýja stofna nytjafiska, tryggjum það að aldrei verði gengið of nærri stofninum svo sem nú hefur gerst. Látum það okkur til varnaðar verða. Megi íslenska þjóðin búa við það lán um langa framtíð, að eiga fengsæla og far- sæla menn í fiskimannastétt, sem leggja metnað sinn í það að veiða sjálfir, allt það fiskimagn, sem stofninn þolir með góðu að missa, á hverri tíð. Þá geta íslendingar búið við góðan hag og hamingju um alla framtíð. Ég bið þess að svo megi verða um leið og ég óska sjó- mönnum og öllum íslendingum árs og friðar, heill og hamingja fylgi vorri þjóð. mmmM Ingólfur Þórðarson við byssuna á Hval IX 36 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.