Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 7
Ms. Hvítá Ms. Skaftá Ms. Selá Ms. Langá HAFSKIP HF. Skrifstofa Hafnarhúsinu, Simi 21160 Slmnefni: Hafskip. Telex 2034 Elzta og stærsta skipaviðgerðarstöð á Islandi. Tökum á land skip allt að 2500 smálesta þung. Fljót og góð vinna. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK Slmi: 10123 (6 llnur) Sfmnefni: Slippen til lands og sjávar %laaaltm, Garðastræti 6 Slmer: 15401 16341. úrufræði, sem nú er í eigu Haf- rannsóknastofnunarinnar. Ritstörf og fleira Frá þessu er sagt til að minna á að almenn náttúrufræði er for- senda þeirra vísinda, sem stunduð eru í fiskifræðinni í dag. Árni starfar að mestu einn að vísindum sínum, þar til árið 1937 er Atvinnudeild háskólans var stofnuð, en hún var þrjár deildir, þ. e. iðnaðardeild, búnaðardeild og fiskideild. Var fiskideildin þá tekin frá Fiskifélagi íslands, sem hafði annast þessi verkefni áður. Árni varð forstjóri fiskideildarinn- ar einsog hún var nefnd í gamla daga. Þegar Arni kom heim frá námi gerðist hann brátt afkastamikill fræðimaður, bæði í ræðu og riti. Þegar á fyrsta ári sínu hér heima stofnaði hann tímaritið Náttúru- fræðinginn ásamt Guðmundi G. Bárðarsyni,jarðfræðingiogskrifaði hann mikinn fjölda greina í ritið um hin ólíkustu efni. Margir munu einnig minnast hinna fjöl- mörgu útvarpsfyrirlestra hans frá þessum árum, en frásagnargáfa hans var frábær. Á þessum árum komu nokkrar alþýðlegar fræði- bækur um náttúrufræði frá hans hendi og minnist ég sérstaklega bókarinnar „Aldahvörf í dýrarík- inu", sem opnaði bæði mér og fjölmörgum öðrum algerlega nýj- an heim. Skýrslur um fiskirannsóknir sín- ar skrifaði hann i Ársrit Fiskifélags íslands á hverju ári fram til ársins 1937. Island hafði nú loksins eign- ast „heilan" fiskifræðing, en eins og kunnugt er varð dr. Bjarni Sæmundsson einnig að sinna um- fangsmiklum kennslustörfum mikinn hluta ævi sinnar. Nýjar aðferðir og kenningar Ekki hafði Arni aðgang að neinum rannsóknarskipum fyrstu árin og byggði því rannsóknir sínar á gagnasöfnun í landi, aðallega í helztu verstöðvunum; einnig fékk hann nokkuð af gögnum frá tog- urum og naut þar oft hjálpar loft- skeytamanna. Arið 1932 birti hann fyrstu niðurstöður sínar um rannsóknir á þorski og síld, en á árunum 1928—30 lét danski fiski- fræðingurinn Dr. Taaning safna gögnum um aldursdreifingu þorsks á vetrarvertíð og hafði Arni unnið úr þeim. Tók hann þegar í notkun nýjustu starfsaðferðir í fiskirannsóknum og bætti þær að nokkru sjálfur. Hann rakst á að missterkir árgangar ráða mjög miklu um árlegar sveiflur í þorsk- veiðinni og það hittist einmitt svo á, að þegar Árni hóf rannsóknir sínar á þorski hér við land, var að koma í gagnið einn sterkasti ár- gangur, sem verið hefur í þorsk- stofninum íslenzka frá því rann- sóknir hófust, en hann var frá ár- inu 1922 og hefur mér talist til, að Islendingar hafi veitt af honum alls á vetrarvertíð tæp 100 milljón stykki. Til samanburðar má geta þess, að af árganginum frá 1927 fengum við einungis rúmar 4 mill- jónir stykkja alls á vetrarvertíð. í þessari skýrslu, svo og þeim er á eftir komu, gerði hann ýtarlega grein fyrir árgangaskipan þorsk- stofnsins og þeim lærdómi, sem af henni mætti draga. Árni hóf rannsóknir sínar á síld samtímis þorskrannsóknunum og í fyrstu rannsóknarskýrslu sinni gerði hann grein fyrir þeim. Þegar á fyrsta ári tók hann til aldurs- greiningar 1500 síldar, bæði frá Suður-, Norður- og Austurlandi. Hann fann strax, að langmestur hluti síldarinnar að norðan og austan var vorgotssíld, en aftur á móti var mestur hluti sunnansíld- arinnar af sumargotssíldarstofni. Þá byrjaði hann einnig rannsóknir á átumagni í sildarmögum, enda hafði hann fengið nokkra aðstöðu til slíks á Siglufirði. V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.