Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 45
Eftir samþykkt ráðstefnunnar 1972 gátu hinar nýju siglingaregl- ur fyrst tekið gildi að 12 mánuðum liðnum frá þeim degi, er að minnsta kosti 15 ríki höfðu gerst aðilar að samkomulaginu með fullgildingu löggjafarþinga og undirskrift ríkisstjórna viðkom- andi landa. Sett var sem skilyrði, að þessi 15 ríki ættu ekki minna en 65% af kaupskipum heims, 100 rúmlesta og stærri. Með lögum nr. 7 frá 26. febrúar 1976 veitti Alþingi ríkisstjórn ís- lands heimild til að staðfesta nýju siglingareglurnar. Á s.l. sumri var fjöldi og skipaeign ríkja, sem stóðu að nýju alþjóðareglunum orðinn nægilegur til að þær gætu tekið gildi. Með tilkynningu frá Al- þjóðasiglingamálastofnuninni (IMCO) í London var ákveðið, að reglurnar takigildi I5.júlíánð 1977. Er ástæða til að minna alla sjó- menn, en þó sérstaklega alla skip- stjórnar- og útgerðarmenn á, að kynna sér nýju siglingareglurnar fyrir þann tíma, en Siglingamála- stofnun ríkisins hefur fyrir skömmu gefið reglurnar út og látið prenta þær á vandaðan og sterkan pappír í riti Siglingamálastofnun- ar Ríkisins — Siglingamál nr. 6 1976. Hér á eftir og í næsta tölublaði Víkingsins mun ég kynna nánar þessar nýju siglingareglur og helztu breytingar og frávik frá siglingareglum þeim, sem nú eru í gildi. Eg vil samt leggja sérstaka áherzlu á, að nauðsynlegt er hverjum skipstjórnarmanni að fá sér eintak af nýju reglunum og kynna sér þær vandlega áður en þær taka gildi 15. ]úlí á nœsta sumri. Fást þær ókeypis hjá Siglinga- málastofnun Ríkisins í Hamars- húsinu við Tryggvagötu. Kaflaskipting og viðaukar Siglingareglurnar frá 1972 skiptast í eftirtalda 5 kafla: VÍKINGUR Kafli A: Almenn ákvæði. Kafli B: Reglur um stjórn og sigl- ingu: I. Sigling og stjórn skipa í hvers konar skyggni. II. Sigling skipa, sem eru í sjón- máli hvert frá öðru. III. Stjórn og sigling skipa, þegar dregur úr skyggni. Kafli C: Ljós- og dagmerki. Kafli D: Hljóð- og ljósmerki. Kafli E: Undanþágur. Innan ofangreindra 5 kafla eru 38 reglur. Á eftir aðalköflunum eru 4 við- aukar: I. Viðauki: Staðsetning ljósa og merkja, sérstök gerð þeirra og lögun. II. Viðauki: Viðbótarmerki fyrir fiskiskip að veiðum í grennd hvert við annað. III. Viðauki: Tæknilegur út- búnaður og gerð hljóðmerkja. IV. Viðauki: Neyðarmerki. Breytingar A siglingareglunum frá 1960 hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á þann veg, að kafla- skiptingu og niðurröðun greina hefur verið breytt. Flokkun mis- munandi atriða er skýrari og af- markaðri, en einkum er mikilsvert, að ýmis tæknileg atriði, svo sem hæð og bil milli ljósa, er áður voru hluti af reglum um ljós og dag- merki eru nú í sérstökum við- aukum aftan við reglurnar. Leiðbeiningar um notkun rat- sjár sem hjálpartækis til að koma i veg fyrir árekstra á sjó eru felldar inn í nýju reglurnar. Við notkun ratsjár eru skipstjórnarmönnum lagðar ýmsar skyldur á herðar og ber að nota gangfæra ratsjá af ár- vekni við örugga siglingu skips. Þó að við fyrstu sýn megi sjá talsverðar breytingar á siglinga- reglunum, eru grundvallaratriði þeirra og höfuðreglur óbreyttar og eins og frá fyrstu tíð þeirra. Hér verður nú fjallað nokkru nánar um einstaka kafla og greinar. Kafli A Kaflinn fjallar um hvar reglurnar gilda, ábyrgð og almennar skilgrein- ingar orða og hugtaka. Eins og áður og alltaf gilda sigl- ingareglurnar „um öll skip á hafi úti og á öllum leiðum, sem eru tengdarþvíog færar eru skipum “. Við þessa reglu hefur verið bætt við ákvæði urn, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að sérreglur gildi um siglingaleiðir innanlands, skipa- lægi og hafnir. Skipstjórnarmenn verða því að fylgjast vel og náið með öllum sérreglum, sem hafa nú þegar og kunna að verða settar i framtíðinni um hinar ýmsu sigl- ingaleiðir, þó að þessar sérreglur skuli fylgja alþjóðasiglingareglun- um eins náið og auðið er. í d-lið 1. reglu er Alþjóðasigl- ingamálastofnuninni (IMCO), sem allar siglingaþjóðir eru aðilar að, ennfremur veitt heimild til að setja ákvæði og sérstakar reglur unt aðgreindar siglingaleiðir á haf- svæðum, þar sem þess gerist þörf. I 2. reglu er fjallað um ábyrgð skipstjóra, áhafnar, eigenda skips- ins og allra, sem eru skipinu við- komandi, um að halda siglinga- reglurnar, taka tillit til sérstakra kringumstæðna og gæta þeirrar varúðar, sem almenn sjómennska krefst. Skýrt er tekið fram, að ekk- ert geti leyst neinn undan ábyrgð, ef hann brýtur siglingareglurnar. Með þessu er átt við það, sem sér- staklega er taliö upp í 29. gr. nú- gildandi siglingareglna, eins og að vanrækja að hafa uppi ljós og dagmerki, vanrækja að gefa hljóð- merki um stefnubreytingar og stjórntök, vanræksla að halda dyggilegan vörð (brot á 5. reglu) o.s.frv. Nýmæli á skilgreiningum: í 3. reglu, sem fjallar um al- 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.