Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 37
Bifreiðainnflytjendur og fleiri kaupa bílaskip. Dálítið stormasamt hefur verið í vetur í flutningamálum þjóðar- innar. Menn kvarta undan háum farmgjöldum og er það von, og nú hafa bílainnflytjendur (nokkrir) tekið sig saman og hyggjast festa kaup á bílferju, sem annast á bflaflutninga fyrir bflaumboðin, og fleiri verkefni munu skipinu ætluð. Ákveðið skip, sem er til sölu, er talið henta Islendingum og þegar verið er að ganga frá þessu tölublaði, er einmitt verið að halda stofnfund í hinu nýja skipafélagi. Siglingar íslendinga gamaldags? Siglingar íslendinga eru í raun og veru mjög sérstæðar. Ólíkar flestu, sem þekkist. Kaupförin verða að sigla um Norður-Atlants- haf, eina örðugustu siglingaleið í heimi, ef ekki þá verstu. Auk þess þurfa skipin að koma á margar frumstæðar hafnir, svo að vinnu- álag er mikið á skipshafnirnar — og skipin. Takmarkaðir flutningar eru aðra leiðina og skipin eru yfir- leitt lestuð mörgum tegundum af vöruvSekkjavara,járn,stykkjavara, bílar og landbúnaðarvélar á þil- fari. Við nánari athugun á þessum málum kemur margt í ljós. íslenzku kaupskipin virðast vera að minnka, en það er að sögn gert til þess að geta haft tíðari ferðir milli landa, sem er auðvitað hent- ugt fyrir verzlunarstéttina. Á hinn bóginn er það dýrara fyrir lands- menn. Gámafrakt, skipulögð eða roll on/roll off flutningar eru, eða hafa ekki verið skipulagðir, þótt gámar séu að sjálfsögðu notaðir eftir því sem unnt er. Sérsmíðuð gámaskip höfum við ekki hér í förum og ekki neinar bílferjur heldur, sem eru þó taldar ómiss- andi svo að segja hvar sem er, nema að færeyska skipið TJALDUR hefur flutt farþega og bíla þeirra milli fslands og annarra landa. Sjómannablaðið VfKINGUR hefur ritað um þetta efni, „vega- sambandið“ sem þarf að koma á milli landa og virðist nú sem það mál sé að komast í höfn, a.m.k. að nokkru leyti. Hér að framan var sagt frá bíl- ferjunni, og það er haft fyrir satt að Eimskipafélagið muni innan skamms bjóða út sex ný skip með skutbrú; 15 metra langri aksturs- brú, sem gefur aukið svigrúm til Roll on/roll off flutninga, en auk þess verður bílaflutningur auð- veldari en áður var. Bílar geta ekið um borð í skipið í hvaða höfn sem er. Bílferjulægi, flotbryggja og sér- gerð hafnarmannvirki eru óþörf, þegar skutbrú er notuð, nema hvað viðlegupláss verður auðvitað að leyfa skotbrúna. Það ber að fagna þessum tíð- indum, eins og raunar öllum VfKINGUR 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.