Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 15
Tíð slys olíuskipa Um áramótin urðu óvenju tíð slys á hafinu með olíu. Þ.e. olíuskip urðu fyrir skakkaföllum og olía rann í sjóinn með þeim ægilegu afleiðingum, sem það veldur, eða getur valdið. Þetta hófst þegar olíuskipið Argo Merchant strandaöi viðNantuckent, sem er út af vesturströnd Banda- ríkjanna, rétt fyrir sunnan Boston. Skipið strandaði á grunni við eyj- una. Skammt þar fyrir austan eru þekkt fiskimið Georges Bank og áður en varði þakti olíubrákin mörg þúsund ferkílómetra og teygði sig út í Atlantshafið. 7.6 milljón gallon, eða um 28 milljón lítrar af svartolíu fór þarna í sjóinn, því fárviðri skall á og skipið molnaði sundur í hafrótinu. Skömmu síðar hlekktist öðru olíuskipi á, á Delawarefljótinu í Fíladelfíu USA og þar runnu 5 milljónir lítra af olíu úr geymun- um með ægilegum afleiðingum, enda þótt ekki væri eins örðugt um vik þarna að hreinsa upp a.m.k. hluta olíunnar, auðvitað með ærnum tilkostnaði. En þetta er ekki nóg. Fleiri slys urðu. Olíuskip frá Líberíu strand- aði við strendur Puerto Rico. Það bar nafnið MT DAPHE og annað olíuskip varð fyrir skrokkskemmd- um um líkt leyti: MT OLYMPIC GAMES í Marcus Hook í Pennsil- vania, USA og olíu- skipið SANINEA sprakk í loft upp í Los Angeles og fórust átta manns í sprengingunni, sem var svo öflug að rúður brotnuðu í margra kílómetra fjarlægð. Olían og hafiö Mjög örðugt er að sjá fyrir þann skaða, sem stafað getur af stór- felldri olíumengún á höfunum. Við þekkjum það öll, að bað- strendur eyðileggjast, um tíma að minnsta kosti og fugladauðinn er gífurlegur. Þetta eru augljósar staðreyndir, sem hrýggja okkur og valda áhyggjum. Hvað skeður ef þykkt olíusetlag leggst yfir t.d. hrygningarstöðvar á hafi úti? Enginn veit í raun og veru hvaða afleiðingar það getur haft. Stærsti skipsskaði þessarar gerðar, varð er Torrey Cannyon strandaði á Sjö steina rifi við strendur Bretlands fyrir nokkrum árum. Menn hafa einblínt á afleiðingarnar, sem olíumengunin hafði á baðstrend- urnar og á fuglalíf, en menn vita í raun og veru ekkert um það hvert tjón strandið hefur valdið á lífrík- inu á þessum slóðum. Þetta veldur mönnum áhyggj- um og ekki síst vegna þess að olíu- flutningar á höfunum eru ávallt að aukast og skipin sem flytja olíuna eru að stækka. Talið er að ógurlegt magn olíu fari í heimshöfin á hverju ári, ým- ist vegna skipsskaða (fleiri skip en olíuskip eru með stóra skammta af olíu í geymunum) og vegna þess að olíuskipin hafa fram á síðustu ár, almennt dælt olíu í sjóinn, þegar þau hreinsa geyma sína fyrir næstu hleðslu, — og svo munar mestu, þegar stór olíuskip stranda og heilir farmar af olíu fara í hafið. Stækkandi olíuskip Olíuskipin hafa alltaf verið að stækka. Þróunin hefur verið mjög ör. Arið 1950 var 28.000 tonna olíuskip stórt, svo stórt, að Margrét prinsessa var fengin til að skíra eitt slíkt, er það hljóp af stokkunum í Bretlandi. VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.