Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 41
Ein þýðingarmesta siglingaregl- an um vélskip, er leiðir þeirra liggja á mis, tekur beint mið af þessari reglu Howes, þ.e. það skip- ið skal víkja, sem hefur hitt á stjórnborða. Það er ekki fyrr en eftir miðja 19. öld, sem gefin eru út alþjóðalög og reglugerðir um, að skip skuli búin sérstökum ljósum og fylgja beri ákveðnum reglum um stjórn og siglingu til að koma í veg fyrir árekstur skipa. (Reglurnar frá 1860). Englendingar, sem alla 19. öld og frameftir 20. öld, voru mesta siglingaþjóð heims, höfðu forystu um gerð og setningu siglinga- reglna. Yfirvöld vita- og hafnarmála r Bretlandi — Trinity House — gáfu út siglingareglur árið 1840. Megin inntak þessara reglna voru eftirtaldar þrjár reglur: 1. Regla Howes um, að seglskip með vind á bakborða víki fyrir skipi með vindinn á stjórnborða. 2. Skip, sem sigldu með vind aftan við þverskipsstefnu, skyldu víkja fyrir skipum, sem sigldu beitivind (vindur framan við þvert). 3. Ef hætta var á árekstri milli skipa, sem bæði sigldu með vind aftan við þvert, þá áttu bæði að snúa til stjórnborða. Siglingareglur samsvarandi reglum Breta voru settar af dönsk- um stjórnvöldum árið 1844. Árið 1846 var reglum Trinity House frá 1840 breytt og bætt var við regl- um um siglingar gufuskipa, sem fór þá mjög fjölgandi. Sama ár staðfesti enska þingið þessar sigl- ingareglur með sérstökum lögum, er tóku gildi árið 1847. Árið 1848 var tekið upp í þessar lögfestu siglingareglur, að gufuskiþ skyldu hafa uþpi grœn og rauð hliðarljós og hvítt sigluljós. Árið 1858 voru öll seglskip skylduð til að hafa upþi hlið- arljós og skip skyldu gefa hljóð- merki í þoku. Árið 1860 voru siglingareglurn- ar rækilega endurskoðaðar af enska verzlunar- og siglingamála- ráðuneytinu (Board of Trade). Siglingareglunum var nú mikið breytt og rniklu var bætt við þær. Niðurstaða endurskoðunar á regl- unum árið 1860 voru alveg nýjar siglingareglur sem tóku gildi 1863. Frakkar gerðust aðilar að þessum endurskoðuðu og nýju reglum árið 1861. 1 þessum nýju siglingaregl- um er einnig í fyrsta skipti reglan um skip, er stefna beint eða því nær beint hvort á annað. Fleiri þjóðir komu sér brátt saman um að fylgja þessum sigl- ingareglum, sem báru þann svip, er þær síðan hafa haft. Siglinga- reglunum er skipt í margar greinar um ljós og dagmerki og reglur um stjórn og siglingu. I árslok 1864 hófðu meira en 30 sighngaþjóðir gerst aðilar að samkomu- lagi um að fylgja siglingareg/unum frá 1860, þar á meðal flestar Evrópu- þjóðir (m.a. Norðurlönd) og Bandaríkin. Á næstu árum tóku siglinga- reglurnar enn nokkrum breyting- um, en árið 1889 var haldin alþjóðleg ráðslefna í Washington um sigling- areglur og öryggismál sjómanna. Þetta var fyrsta alþjóðlega sigl- ingamálaráðstefnan, og var hún kölluð saman að frumkvæði Bandaríkjamanna. Að fenginni reynslu var sigl- ingareglununt breytt nokkuð, en öll grundvallaratriði voru þó látin halda sér. Á þessari ráðstefnu var m.a. fyrst tekið upp í reglurnar, að skipið, sem ekki á að víkja skuli halda stefnu og ferð óbreyttri, en skipið, sern á að víkja skuli, ef aðstæður leyfa forðast að fara fyrir framan hitt skipið. Þá var gufuskipum einnig heimilað að hafa uppi 2 sigluljós. Meðal aðildarþjóða tóku þessar reglurgildi 22. janúar 1897. Víða um heim voru þessar siglingareglur síðan óbreyttar í gildi allt fram til ársins 1954, er nýjar alþjóðasigl- ingareglur, sem samþykktar voru á ráðstefnu í London árið 1948, voru lögfestar meðal siglingaþjóða heims. Alþjóðareglur um siglingu, Ijósabúnað og merki íslenzkra skipa Þegar líður á skútuöldina hér á landi og siglingum íslendinga vex fiskur um hrygg á ofanverðri 19. öld, verður þörfin á siglingareglum fyrir íslenzk skip auðsæ. Á Alþingi, sumarið 1889, talar Magnús Stephensen landshöfðingi fyrir frumvarpi til laga „um var- úðarreglur til þess að forðast ásigl- ingar.“ Frumvarp þetta var sniðið eftir dönskum lögum frá 21. júní 1867. I athugasemd við frumvarpið segir landshöfðingi: „Pað mun hag- kvœmt mega þykja eins og íslenzkar siglingar nú eru orðnar, að komið sje' til leiðar, að almennum siglingareglum meðal þjóðanna um Ijóskeraburð, hljóð- merki, stjórn og annað, er settar eru til þess að forðast ásig/ingar, verði einnig fylgt á íslenzkum skipurn, þannig að beitt verði hegning fyrir brot á slíkum reglum, sem svo mjög er um vert að fylgt sjé, siglingum til tryggingar. “ Frumvarpinu var síðan vísað til sömu nefndar og fjallaði um stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík (Eirikur Briem, Sigurð- ur Stefánsson og Þorsteinn Jóns- son) og var samþykkt samhljóða sem lög frá A Iþingi hinn 5. ágúst 1889, en undirrituð af konungi 9. desember sarna ár sem lög nr. 25. Það eru fyrstu lög um alþjóðasiglingareglur á íslenzkum skipum. I lögunum segir m.a.: „Með kon- unglegri lilskipun má setja reglur, er skipstjórar á gufu- og seglskipum skuli fylgja til þess að komast hjá ásigl- ingum. “ Tilskipun þessi var síðan gefin út 26. september 1890. VÍKING U R 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.