Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 4
Dr. Bjarni Sæmundss., fiskifr. Bjarni var náttúrufræðingur að menntun. Á þeim árum var fiski- fræði ekki til sem sérstök fræði- grein. Hann sigldi til Kaup- mannahafnar og lærði náttúru- fræði. Hann lærir um fiska, dýr og steina, um Kína og sólkerfið, plöntur og bókstaflega allt, sem rúmaðist innan hinnar gömlu náttúrufræði. Síðan sérmenntaði Bjarni sig í líffræðinni og var því vel undir störf sin búinn. Þessi mikla breidd í menntun Bjarna kemur fram meðal annars í því að hann skrifar þrjár merkar bækur, Fiskana, Fuglana og Spendýrin. Þessar bækur eru skrifaðar fyrir alþýðu og eru hiklaust meðal bestu bóka sem til eru, a. m. k. Fiskarnir, og þær hafa haft mjög góð áhrif á þekkingu manna í náttúrufræði á íslandi. Þegar Bjarni kom heim frá námi, varð hann kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Hann hafði mikið að gera við það, að byggja upp kennslu í náttúru- fræði við skólann. Smám saman tekur Bjarni þó að fást við fiski- rannsóknir og mun upphafið vera samstarf hans við prófessor Johs. Schmidt, en hann var á sínum tíma einn fremsti fiskifræðingur Dana og maður á heimsmæli- kvarða í fræðum sínum. Schmidt kemur til Islands í byrjun aldar- innar til rannsókna og leggur þar t. d. grundvöllinn að fyrstu þekk- ingu okkar á hrygningu þorskfiska og fl. Bjarni vann með honum og gerði þar til dæmis sínar fyrstu merkingar á fiski, en það var um borð í rannsóknaskipinu Þór, legaárið 1907 eða 1908. ík- Aðstaða dr. Bjarna Sæmunds- sonar til rannsókna var mjög erfið. Hann fór oftast til rannsóknastarfa með íslenskum togurum. Fékk að vinna þar um borð að athugunum sínum og fræðum. Bjarni hefur skrifað um þessar ferðir margar skemmtilegar, fróðlegar greinar, en hann var ekki aðeins vísinda- maður, heldur líka ágætur rithöf- undur og fyrirlesari. ........i 11 ............. :::::Iímböðs' & heíldverzlun::: vXBoroartún 29, Póslhólf U28v kWlmj.. .VPX...?«?».. Mtí; VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.