Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Page 4
Dr. Bjarni Sæmundss., fiskitr. Bjarni var náttúrufræðingur að menntun. Á þeim árum var fiski- fræði ekki til sem sérstök fræði- grein. Hann sigldi til Kaup- mannahafnar og lærði náttúru- fræði. Hann lærir um fiska, dýr og steina, um Kína og sólkerfiö, plöntur og bókstaflega allt, sem rúmaðist innan hinnar gömlu náttúrufræði. Síðan sérmenntaði Bjarni sig í líffræðinni og var því ,vel undir störf sin búinn. Þessi mikla breidd í menntun Bjarna kemur fram meðal annars í þvi að hann skrifar þrjár merkar bækur, Fiskana, Fuglana og Spendýrin. Þessar bækur eru skrifaðar fyrir alþýðu og eru hiklaust meðal bestu bóka sem til eru, a. m. k. Fiskarnir, og þær hafa haft mjög góð áhrif á þekkingu manna í náttúrufræði á Islandi. Þegar Bjarni kom heim frá námi, varð hann kennari við Menntaskólann i Reykjavik. Hann hafði mikið að gera við það, að byggja upp kennslu i náttúru- fræði við skólann. Smám saman tekur Bjarni þó að fást við fiski- rannsóknir og mun upphafið vera samstarf hans við prófessor Johs. Schmidt, en hann var á sínum tíma einn fremsti fiskifræðingur Dana og maður á heimsmæli- kvarða í fræðum sínum. Schmidt kemur til Islands i byrjun aldar- innar til rannsókna og leggur þar t. d. grundvöllinn að fyrstu þekk- ingu okkar á hrygningu þorskfiska og fl. Bjarni vann með honum og gerði þar til dæmis sínar fyrstu merkingar á fiski, en það var um borð í rannsóknaskipinu Þór, lik- lega árið 1907 eða 1908. Aðstaða dr. Bjarna Sæmunds- sonar til rannsókna var mjög erfið. Hann fóroftast til rannsóknastarfa með íslenskum togurum. Fékk að vinna þar um borð að athugunum sínum og fræðum. Bjarni hefur skrifað um þessar ferðir margar skemmtilegar, fróðlegar greinar, en hann var ekki aðeins vísinda- maður, heldur líka ágætur rithöf- undur og fyrirlesari. 4 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.