Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 23
verður að leita sér að annarri vinnu eða fara á atvinnuleysisstyrk því ekki er víst að alltaf sé gott að fá skiprúm á þeim tíma árs, sem svona fyrirvaralausar stöðvanir eiga sér helst stað. Yfirmennimir, sem hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest eru ekki lausir, nema þeim hafi verið sagt upp með tilskildum fyrirvara. Þeir verða að koma, þegar útgerðinni þóknast að kalla, jafnvel þótt þeir hafi ekki tekið laun hjá útgerðinni og haft eftirlit með bátnum eða vinnu við hann. Einnig má líta á það að fiski- menn eru sennilega eina stéttin í landinu, sem verður að láta sér lynda að fá endanlegt launaupp- gjör þrisvar á ári. Ég hefi iðulega orðið þess var að þeir, sem ekki þekkja til, halda að allir fiskimenn séu hátekjumenn. Það stafar ein- göngu af fréttaflutningi líkum þeim, sem ég nefndi áður. Fjöl- miðlar keppast við að reikna fyrir okkur hlutinn úr þessari eða hinni veiðiferðinni, ef hún hefur gengið vel, en maður sér aldrei minnst á þá báta, sem lakar hefur gengið. Gaman væri nú ef eitthvert dag- blaðanna t.d. tæki fyrir eina ver- stöð og safnaði þar og birti ná- kvæma skýrslu um aflabrögð og laun sjómanna á hinum ýmsu bátum, t.d. fyrir allt síðastliðið ár. Hætt er við að þá færi mesti glansinn af þeim hugmyndum sem svo margir gera sér um tekjur sjó- mannsins. Sérstaklega, ef hægt Útgerðarmenn Vélstjórar Önnumst allar raflagnir og viögerðir í skipum og verksmiojiim Símar: 13309 og 19477 SS£---^ —: 2 '• 4flr * ~ «¦-.:>. -5 : 'J. • í --— ^,SE GULL Mgí&í* NVLENDUGOTU 20. Skoöun og viðgeröir gúmmíbáta allt árið. Kókosdreglar og ódýr teppi fyrirliggjandi. GÚMMlBATAÞJÓNUSTAN GrandagarOi 13 - Simi 14010 væri að setja inn í dæmið upplýs- ingar um vinnutíma og vinnuað- stöðu. Kannski fengist því þá svarað af hverju svona erfitt er að manna bátaflotann, en ef ég man rétt, áætlaði L.I.Ú. að um 1000 manns hefði vantað til að fiskiflot- inn væri fullmannaður á síðustu vertíð. Til frekari skýringar er rétt að taka það fram að, þegar talað er um sjómenn og bátasamninga á það við um alla íslenska fiskimenn, aðra en þá, sem eru á stóru togur- unum. En þeirra samningar eru töluvert frábrugðnir bátakjara- samningum. VÍKINGUR Næsta opna mun ábyggilega vera næsta fróðleg, til glöggvunar fyrir þann fjölda landsmanna, sem fylgist af áhuga með fiskiskipa- flotanum; hvar hann leitar helst fanga á hverjum tíma. Enda þótt kort þetta sé yfir aldarfjórðungs gamalt stendur það fyrir sínu. ritstj. 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.