Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 8
¦mBMMxtmmm Sædjöfull, Lusifer, veiddist lifandi í Vestmannaeyjum á dögunum, og vita menn ekki til þess að slíkt hafi áður gerst. Þeir veiðast alltaf dauðir. Um hann segir Hafrannsóknastofnunin þetta: Þessi forljóti og skuggalegi fiskur nefnist sædjöfull og hrygna. Hængurinn sést reyndar hangandi á kvið hrygnunnar og þiggur af henni næringu í gegnum sérstakar æðar. Annars gerir litli karlinn lítið annað en að framleiða svil og má halda sig að því, þar sem meirihluti bclgs hrygnunnar er fullur af eggjum. Slangur af skrímslum á borð við par þetta berast stofnuninni árlega. Þessi „skötuhjú" veiddust í þorskanet um 40 sjm norðvestur af Reykjanesi á ms. Verði ÞH 4. (Ljósm. Halldór Dagsson). Þá hófst hann handa um svif- rannsóknir og voru það einkum varðskipin, er framkvæmdu þessar rannsóknir fyrir hann, svo og nokkrir fiskibátar. Einnig lét hann safna sýnishornum af sjó og hita- stigi hans á ýmsum stöðum um- hverfis landið. Nýstárlegar kenningar um Norðurlandssíldina Árið 1934 fór Árni að hugsa um hvort ekki myndi unnt að finna hrygningarsvæði vorgotssíldarinn- ar og veiða hana þar í stórum stíl líkt og Norðmenn gera við vestur- strönd Noregs. Fékk hann styrk hjá Alþingi til kaupa á rannsóknar- tækjum og veiðarfærum, m. a. lét hann setja í Þór bergmálsdýptar- mæli og lánaði ríkisstjórnin hon- um skipið með allri áhöfn. Eins og kunnugt er, eru egg síldarinnar botnlæg og hugðist Árni því finna þau með botngreip og eins ætlaði hann að freista þess að veiða seiði síldarinnar í sérstaka svifháfa. Þá hafði hann einnig meðferðis nokkrar gerðir af síldarvörpum. Tilraunir hans að veiða síldarseiði báru engan árangur. Útkoma botnrannsóknanna var algerlega neikvæð og fannst ekki eitt einasta síldaregg í 89 sýnishornum, sem tekin voru úr botni af ýmsu tagi, ýmsu dýpi og tíma. Um botn- vörputilraunirnar er það að segja, að mjög lítið fékkst af síld í vörp- una; af 36 þúsundum af ýmsum fiski fengust aðeins 122 síldar eða 0.3% af öllum aflanum. Gerir Árni grein fyrir þessu öllu í hinu merka riti sínu „Norðurlandssíldin" er út kom 1944. Eftir allar þessar ár- angurslausu tilraunir fór Arni að efast um að hinn mikli síldarstofn, sem heldur sig fyrir norðan og austan land á sumrin hrygndi nema að litlu leyti í heita sjónum við suður- og vesturströnd Islands. I riti sínu um Norðurlandssíldina rekur hann allar staðreyndir er mæla með eða móti þescari álykt- un, en kemst að þeirri niðurstöðu, að norðlenzka vorgotssíldiri sé af norskum uppruna og gotin við Noregsstrendur. Erlendir starfsbræður Arna tóku kenningu hans fálega í fyrstu, en sameiginlegar síldarmerkingar Is- lendinga og Norðmanna, sem hafnar voru fyrir forgöngu hans árið 1948, staðfestu innan tíðar, að hugmynd hans var rétt og má segja, að hún marki tímamót í sögu síldarrannsóknanna í Norð- uratlantshafi. Um þessar mundir var ég við nám í Noregi og man ég að norskir fiskifræðingar gerðu eiginlega góðlátlegt gys að hugmyndum dr. Arna — en málið tók óvænta stefnu, og sýnir þetta mikla hæfi- leika dr. Árna sem vísindamanns. Nýir menn til starfa Árni Friðriksson var að mestu einn að rannsóknum sínum fyrstu árin. Finnur Guðmundsson, síðar fuglafræðingur vann þó eitthvað með honum sem aðstoðarmaður, en Finnur var allur í fuglunum og ilentist því ekki. Ekki urðu neinar breytingar á Sæmundur Auðunsson, skipstjóri á stjórnpalli BJARNA SÆMUNDSSONAR V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.