Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 43
Siglingareglur á íslenzku: í tilskipuninni eru alþjóðasigl- ingareglurnar á íslenzku og dönsku og tóku reglurnar gildi 1. apríl 1891. Fyrstu alþjóðasiglingareglurnar á íslenzku fylgja því aldri Stýri- mannaskólans í Reykjavík. Reglur þessar voru þýddar eftir danskri gerð reglnanna frá 18. febrúar 1887. Fyrirkomulag ljósa var tilkynnt með sérstakri reglugerð „um ásig- komulag Ijóskera og hljóðbendingar- verkfæra, er viðhafa skal á íslenzkum skipum og hvernig þeim skuli fynr komið.“ Reglugerðinni fylgdi vandað fylgiskjal með teikningum af hliðarljósum og hlífum þeirra. Hinn l.júlí 1899 tóku gildi nýjar reglur, sem voru sniðnar eftir Al- þjóðasiglingareglunum frá 1889. Með tilskipun frá 11. desember 1906 var bætt við þessar reglur fyrirmælum um ljósabúnað og hljóðmerki á fiskiskipum (9. grein). Viðbótarreglurnar tóku gildi 1. marz 1907 og voru gefnar út í lítilli bók árið 1913 og nefndist kverið: „Almennar sjóferðareglur, sem fylgt skal á íslenzkum skipum. “ I ritlingnum fylgdi einnig með „Stutt yfirlit yfir reglur um Ijós- og hljóðbendingar á mótorbátum og öðrum bátum“ svo og reglugerð um „ásig- kornulag Ijóskera og hljóðbendingar- verkfæra“ frá 14. maí 1902. Árið 1929 var haldin alþjóða- ráðstefna í London um siglinga- reglur og fleiri öryggismál sjó- manna. Á ráðstefnunni náðist ekki samþykki allra þátttökuþjóða um breytingu á reglunum, eins og þá var tilskilið til þess að uppkast að breytingu yrði alþjóðalög. Einstök ríki gátu þó samþykkt uppkastið fyrir sitt leyti og var tilskipun um nýjar siglingareglur gefin út hér á landi 11. apríl 1933 og tók gildi sama dag. Ekki voru gerðar neinar um- talsverðar breytingar á reglunum frá 1899, nema þá orðalagsbreyt- ingar og það mikilsverða nýmæli, að í fyrsta skipti í íslenzkri útgáfu siglingareglna er að finna sérstaka grein um neyðarmerki nauð- staddra skipa (31. gr.). Mér er ó- kunnugt um hversvegna reglan um neyðarmerki komst ekki fyrr í íslenzka gerð siglingareglna, þar eð reglan um neyðarmerki er tekin upp í alþjóðlegar siglingareglur árið 1884 (Heimild: A. N. Cock- roft). Á ráðstefnunni í London árið 1929 voru gerðar samþykktir um varúðarreglur og skyldu skipa að tilkynna margvíslegar yfirvofandi hættur fyrir sjófarendur eins og ís, skipsflök, stórviðri og aðrar hættur fyrir siglingar. Með lögum nr. 56 frá 23. júní 1932 voru þessar reglur lögfestar fyrir íslenzk skip og m.a. má skv. þeim lögum skylda skip- stjóra til að gera veðurathuganir. Þá voru einnig lögfestar strangari reglur um byggingu og búnað skipa, skoðun þeirra, flokkun, út- gáfu haffærisskírteina, o.fl. Til nýmæla i reglunum árið 1933 má auk sérstakrar reglu um neyðarmerki telja, að einvörðungu er notað metramál í stað feta áður, þá er ritað brúttórúmlestir í stað brúttósmálesta áður, sjómílur í stað mílufjórðunga, kompásstrik i stað áttastrika o.s.frv. Að lokinni alþjóðaráðstefnu siglingaþjóða í London árið 1948, tóku nýjar alþjóðasiglingareglur gildi 1. janúar 1954. Með þessum reglum voru gerðar nokkrar breytingar á ljósum og merkjum skipa, en engar breyt- ingar voru gerðar á reglum um stjórn og siglingu. Þá var tekin upp skýr kaflaskipting og flokkun milli atriða. f siglingareglunum sem tóku gildi 1954 er í fyrsta skipti sett inn ákvæði um, að öll skip, sem ekki eru að fiskveiðum víki fyrir fiskiskip- um (26. gr.). Sérstaða fiskiskipa var áður ekki eins skýrt tilgreind. Aftur var haldin alþjóðleg ráð- stefna um siglingareglur árið 1960 og þá á vegum IMCO — Alþjóða- siglingamálastofnunar, sem var formlega sett á stofn árið 1959. Siglingareglur, sem ráðstefnan samþykkti gengu í gildi 1. september árið 1965 og hafa gilt á höfunum síðan. I reglunum frá 1960 var m.a. tekið sérstakt tillit til notkunar ratsjár sem hjálpartækis til að koma í veg fyrir árekstra á sjó og sérstakur viðauki í 8 greinum fylgdi reglunum um notkun og túlkun ratsjár. Yfirlit um sögu siglingareglna: 1. Á alþjóðavettvangi: 1840 - Reglur Trinity House. 1846 - Enska þingið lögfestir reglur Trinity House. 1848 - Gufuskip hafi uppi græn og rauð hliðarljós og hvítt sigluljós. 1858 - Selgskip hafi uppi rauð og græn hliðarljós. Skip gefi hljóðmerki í þoku. 1860 - Nýjar siglingareglur. Reglurnar tóku gildi 1863. 1864 - Yfir 30 þjóðir gerast aðilar að samkomulagi um regl- urnar frá 1860. 1889- Alþjóðleg ráðstefna í Washington um nýjar sigl- ingareglur. Reglur ráð- stefnunnar tóku gildi 22. janúar 1897. 1910- Ráðstefna í Brússel. Al- þjóðareglur samræmdar. Engar meiri háttar breyt- ingar. 1929 - Alþjóðleg ráðstefna i London. Ekki næst sam- komulag um alþjóðaregl- ur. Samþykkt gerð um skyldu skipa að tilkynna hættur fyrir siglingar. 1948- Nýjar siglingareglur sam- þykktar í London. Regl- urnar tóku gildi 1954. 1960 - IMCO-ráðstefna i Lond- V I K I N G U R 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.