Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 9
starfsliði fyrr en eftir stríðið, þegar við Hermann Einarsson, fiski- fræðingur komum heim frá námi. Hermann hafði reyndar lokið námi árið 1942, en komst ekki heim vegna stríðsins. Árni Friðriksson lagði grund- völlinn að því sem við getum nefnt víðtækar fiskirannsóknir. Hann fer merkilega leiðangra og finnur ný fiskimið. Til dæmis Þórsmið, sem Islendingar nefna Rósagarðinn og apa þar eftir Þjóðverjum í stað þess að nefna þessi rnið sínu íslenska nafni. Þessi mið og fjölmörg önnur fann Árni og má það teljast upp- haf fiskileitar hér á landi. Þannig beitti hann sér fyrir mörgum nýj- ungum. Fyrir forgöngu Árna var sett asdic fiskleitartæki í varðskipið Ægi árið 1953. Tæki þetta var af brezkri gerð, kallað Whalefinder, enda gert til þess að leita hvala í Suðuríshafi. Með því er hægt að sjá lárétt út frá skipinu 1800 metra í allar áttir og má geta nærri hve mjög þetta jók möguleika á að finna síldina, enda gerbreytti tæki þetta allri veiðitækni og má nefna sem dæmi, að síldveiði Islendinga tífaldaðist á árunum 1953—1965 og réðu fisksjá og kraftblökk þar mestu um. Fiskirannsóknir verða ekki skipulagðar nema til komi víðtæk alþjóðasamvinna og hafa Evrópu- þjóðir haft um það víðtæk samtök, þar sem er Alþjóðahafrannsókna- ráðið. Island gerðist meðlimur í ráðinu árið 1937 og var Árni annar af fulltrúum Islands frá byrjun og fram til ársins 1953 og sat hann alla fundi þess svo og ótal aðra al- þjóðafundi um fiskveiðar. Hann var formaður í síldarnefnd ráðsins árin 1950—53 og tók mikinn þátt í störfum þess að öðru leyti, enda hafði hann þekkingu á sviði fisk- veiða og fiskirannsókna er náði langt út fyrir Atlantshafið og má nefna, að árið 1952 bauð ríkis- stjórn Brasilíu honum til þriggja mánaða dvalar, til að skipuleggja fiskirannsóknir þar í landi. I ársbyrjun 1954 tók Árni við starfi framkvæmdastjóra Alþjóða- hafrannsóknaráðsins i Kaup- mannahöfn. Skipulagshæfileikar hans nýtt- ust vel í framkvæmdastjórastarf- inu og hann kom því til leiðar, að Alþjóðahafrannsóknaráðið varð samningsbundin alþjóðastofnun, en hafði áður aðeins verið til sem frjáls stofnun, án raunverulegrar alþjóðlegrar réttarstöðu. Er ráðið nú ein þýðingarmesta stofnun heims á sínu sviði. Arni lést í Kaupmannahöfn árið 1966. Rétt einsog Bjarni Sæmunds- son, var Árni Friðriksson áhrifa- mikill persónuleiki, þótt ólíkir væru. Árni var kjarkmaður og einarður í samskiptum sínum við yfirvöld, og fékk margt fram, sem fáum öðrum hefði tekist. Hann var lágur maður vexti en þreklega vaxinn og snöggur í öllum hreyf- ingum. Hann var hamhleypa til allra verka og hélt óbiluðu vinnu- þreki allt fram á seinustu ár. Frá- sagnarhæfileikar hans voru ein'- stakir, á sínum tíma var hann einn af vinsælustu útvarpsfyrirlesurum þjóðarinnar. I daglegri umgengni var hann ætíð reifur og kátur og manna skemmtilegastur á gleði- stund. Hann kunni heilan sjó af sögum og söngvum og voru þeir Wennerberg og Wagner honum einkum hugfólgnir, en það er önn- ur saga. Dr. Hermann Einarsson Þegar Árni Friðriksson gerðist framkvæmdastjóri Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins, tók ég við störf- um hans sem forstjóri Fiski- deildarinnar. Þetta kom mjög að óvörum. Árni var þannig maður að hann hafði ekki mjög náið samband við samstarfsmenn sína. Ég heyrði það fyrst hjá norska fiskifræðingnum Finn Devold að Árni væri búinn að ráða sig til hafrannsóknaráðsins. Þannig frétti utgerðarmenn: Vér erum umboðsmenn fyrir þýzku Dieselverksmiðjuna KLÖCWNER-HUMBOLT- DEUTZ, stærstu Dieselverksmiðju í heimi, hin elzta og reyndasta í sinni grein. Margra ára reynsla hér á landi. HAMARHF. Símar: 22128 — 22126 jrT^^^rT^^^7r^^^n| HHGH Sjómenn — Útgerðarmenn Umboðsmenn um land allt BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Sími 26055 (3 línur) - Laugavégi 103 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.