Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 29
það, og eftir því, sem að framan er sagt getur sá staður ekki verið norðar en á 37° n. br. og auðvitað gat hann verið enn sunnar. Nú virðist eftir sögunni að þeir Bjarni hafi ekki verið fastbundnir leiðangri Þorfinns og ekki er hægt að skilja að þeir hafi ætlað að hafa samflot norður, þegar hann sneri við og hélt norður á bóginn. Hvort Bjarni hefir haldið uppi land- könnun á eigin spýtur lengra suður er ekki vitað. En allar líkur eru á því, að hann hafi farið lengra suð- ur en hinir, og það geti verið skýr- ingin á maðksjónum, sem hann komst í. Hafi hann t.d. komist suður í hlýja sjóinn suðurundir Florida, áður en hann lagði austur á hafið, og ætlað að sigla þvert austur til Evrópustranda, fer þá að styttast suður í hið illræmda Sara- gassahaf. Það er svo sem kunnugt er fræg gróðrarstía þörunga og lægri upppsjávardýra, sem lifa í svifinu. Gæti það ekki hafa verið maðksjórinn, sem sagan getur um. Það er alkunna að skip, sem sigldu um þessar slóðir á seglskipaöld- inni, urðu alsett slíkum gróðri neðan sjólinu, eins og sauðarreifi í sjónum og illhreyfanleg. Að vísu er trjámaðkur líka til hér í norður- höfum og þörungagróður, en ekki í svipuðu magni eins og í hinum heita sjó suðlægari hafa. Saragassahafið er austur af Vesturindíum og Flórida á 25°—31° n. br. og 40°—70° v. ld. Þó er það nokkuð breytilegt eftir styrkleika straums og veðra. Þetta er stórt hafsvæði sporbaugsmynd- að og liggur mesta lengd þess austur—vestur. Þetta er geysistór straumhvirfill, sem safnar í sig sjávargróðri og allskonar rusli, sem hafstraumarnir bera með sér. Þessir straumar, sem þessu valda, er straumur, sem hggur frá Afríkuströnd vestur yfir hafið sunnan við Saragassahafið vestur að Vestur-indíum. Þetta er hinn svokallaði Norður-hvarfbaugs- straumur. Hann beygir þar norður með og samlagast Golfstraumn- um, en grein úr honum heldur austur yfir hafið aftur, i*ekur sig á Asoreyjar og Pýreneaskagann. Beygir svo suður með Afríku aftur og vestur yfir hafið á nýjan leik. A miðsvæði þessa stóra sporbaugs er Saragassahafið, eða þetta svokall- aða „Þanghaf", sem alltaf er illt yfirferðar, þó misjafnlega eftir þéttleika og veðurfari. Sjófarendur forðast þetta hafsvæði eftir föng- um en þó hafa skip lent í því, þó frá séu dregnar allar furðusögur og skáldsögur um þetta haf. Það þarf engan að furða þótt Bjarni hafi ætlað að stytta sér leið austur yfir hafið til Evrópu- stranda, hann vissi hvað hann var að fara. Islendingar höfðu með landkönnun sinni kollvarpað heimsmynd ásatrúarinnar, þeir höfðu sannað að ekki var um neinn „umsjá" að ræða, sem lægi kring- um öll lönd og í honum Mið- garðsormurinn, sem þar hringaði sig og biti í sporð sér. Þeir sönnuðu þvert á móti, að hið mikla haf var umkringt löndum, sem þeir sjálfir höfðu fundið á furðu skömmum tíma, eftir að Island var albyggt og stofnað fullkomið þjóðskipulag. Gunnbjörn, Snæbjörn galti og Eiríkur rauði könnuðu Aust- ur-Grænland, Eiríkur einnig Vest- ur-Grænland ásamt Þórhalli veiðimanni, sem mest hafði kann- að vestari hafsbotninn. „Honum var víða kunnugt í óbyggðum", segir í Eiríkssögu. Bjarni Herjólfs- son sem sigldi 986 fyrstur manna meðfram ströndum Norð- ur-Ameríku. Eftir tilvísan hans fer svo Leifur, bræður hans og Þor- finnur karlsefni og Bjarni Grímólfsson, sem lengst hefir kannað suður með Ameríku. Hefir að þessari vitneskju fenginni ætlað að sigla þvert yfir hafið til Evrópu, en við það komist í kynni við Saragassahafið og óhugnað þess með þeim afleiðingum, sem segir í sögum þessara landkönnunar og hafrannsóknamanna. BÁRA BLÁ Sjómannabókin kom útfyrir jólin 1973. HÚN SELDIST UPP. Við höfum látið prenta nokkur eintök, sem seld verða á gamia verðinu. Bára blá flytur ykkur spennandi og fróðlegt efni, úrval frum- samið og þýtt úr Vikingnum á árunum 1939—1944, af ritleikn- ustu mönnum sjómannastéttarinnar. Bára blá er í algerri sérstöðu í ísl. bókmenntum. VÍKINGUR 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.