Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 47
3. stjórnhæfni skipa, sérstaklega með tilliti til stöðvunarvega- lengdar og hæfni til að snúa við aðstæður hverju sinni; 4. villuljósa að nóttu til frá ljós- um í landi eða vegna endur- speglunar ljósa á eigin skipi; 5. vindhraða sjólags og strauma og nálægðar á hættum fyrir siglingar skipa; 6. djúpristu skipsins miðað við dýpi siglingaleiðar. Skip með gangfæra ratsjá skulu auk þess taka tillit til: 1. f jarlægðarstillingar, mynd- gæða og takmarkana ratsjár; 2. allra annmarka, sem stafa af fjarlægðarstillingu, sem notuð er; 3. áhrifa sjólags, veðurs og ann- arra truflanavalda á ratsjár- mynd; 4. líkinda þess, að litil skip, ís og reköld komi ekki fram á rat- sjánni í nægilegri fjarlægð; 5. fjölda, legu og hreyfinga skipa, sem birtast á ratsjánni; 6. nákvæmara mats á skyggni, sem má fá, þegar ratsjá er not- uð til að ákveða fjarlægð til skipa eða annarra hluta í nánd. Hætta á árekstri Sérstök regla fjallar um hættur á árekstri. 1 reglunni er að sjálfsögðu hið gamalkunna boðorð, að breytist kompásmiðun af skipi, sem nálgast ekki svo greint verði, þá sé hætta á árekstri. Þá er sérstaklega brýnt fyrir mönnum að nota ratsjána. „Ef skip er búið ganghœfri ratsjá skal nota hana af árvekni," segir í b-lið reglunnar. Lagt er fyrir að setja út ratsjármyndina eða gera jafngilda, kerfisbundna athugun á endur- vörpum. Með því jer átt við notkun tölvu við teikningu eða útsetningu ratsjármyndar eða notkun annarra rafeindakerfa til að komast hjá árekstri, sem á ensku nefnast einu nafni „collisions avoidance systems". Komist hjá árekstri Áttunda regla fjallar um hvernig komast skuli hjá árekstri. Hafa þar verið tekin upp áður viðtekin fyrirmæli í viðauka við siglingareglurnar frá 1960 um siglingu með ratsjá. Lögð er rík áhersla á að breyta stefnu og hraða svo um muni og forðast tíðar og litlar breytingar á stefnu og hraða. 1 a-lið 8. reglu hafa verið felldar inn hinar gullvægu reglur, sem áður voru í inngangi kaflans um stjórn og siglingu: „Þegar fara skal eftirþessum reglum og túlka þær ber að framkvæma allar athafnir hiklaust og í tœka tíð og taka um leið fullt tillit til þess sem góð sjó- mennska krefst." Segja má, að þetta sé svo gagn- ort, að óþarfi hafi verið fyrir ráð- stefnuna að breyta þessu orðalagi, en i íslenzkri þýðingu er það svo- hljóðandi í 8. reglu: „Sérhver stjórn- tök, sem beitt er til að komast hjá áreksti, skulu, þegar aðstæður leyfa, framkvæmd hiklaust og í tœka tíð, og um leið skal taka fullt tillit til þess, sem góð sjómennska krefst." Þessar sígildu reglur —hiklaust, í tozka tíð og eins og góð sjómennska krefst, — eru nú sem fyrr gullin yfirskrift siglingareglnanna, er ætíð skal hafa í huga við fram- kvæmd þeirra. Sigling á þröngum leiðum 9. regla er alllöng regla í 7 liðum, sem fjallar um siglingar á þröng- um leiðum og eins og í 25. reglu núgildandi reglna er lögð áhersla á, að skip haldi sig stjórnborðs- megin í sundi eða ál, og ættu skip- stjórnarmenn einnig og einkum að hafa þetta í huga, þegar siglt er út og inn um hafnarmynni. Til nýmæla í þessari reglu telst, að skip á að gefa hljóðmerki, ef það ætlar að sigla fram úr skipi í þröngu sundi eða ál. Skýrt er tekið fram, að hljóð- merki leysi þó ekki skipið, sem ætlar að sigla uppi og framúr undan þeirri skyldu að víkja skil- yrðislaust, ef hætta er á árekstri. Þá er skipum bannað að sigla þvert yfir þröngt sund eða ál, ef það truflar með því siglingu skips, sem öryggis vegna verður að þræða sundið eða álinn. Eins og áður á að gefa hljóð- merki, þegar skip nálgast bugðu eða svæði í þröngu sundi eða ál þar sem önnur skip geta verið í hvarfi. Afmarkaðar, aðskildar siglingaleiðir 10. regla er algjört nýmæli, og er ástæða til að benda farmönnum og öllum sjómönnum, sem sigla til erlendra hafna að kynna sér ræki- lega þessa reglu. Reglan f jallar um afmarkaðar, aðskildar siglinga- leiðir, sem einnig mætti kalla ein- stefnu-siglingaleiðir, þar eð sigl- ingar á tvískiptri siglingaleið eiga að vera aðgreindar og liggja í sömu átt og stefnu eftir því sem við á. Fjölförnum siglingaleiðum er í sjókortinu skipt alveg á sama hátt og akstursbrautum bifreiða með reinalínum eða aðskildum svæðum, sem ekki má sigla um. Nú þegar hafa mörg lönd Evrópu sett reglur um aðgreindar siglingaleiðir við strendur sínar. Má hér nefna siglingaleiðir á Eyrarsundi, við Elbu og á Erma- sundi. Upplýsingar um leiðirnar er að finna í sérstakri útgáfu Al- þjóðasiglingamálastofnunar, sem nefnist „Ship's Routeing" 1973 og 1975. Frá og með 15. júlí 1977, þegar nýju siglingareglurnar taka gildi, er öllum skipum skylt að fylgja reglum um siglingar á afmörkuð- um aðskildum siglingaleiðum. Brot á 10. reglu verða kærð til stofnunar alþjóðasiglingamála í London (IMCO), sem síðan sendir VÍKINGUR 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.