Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 26
Þegar ég las í Víkingi 6.—7. tbl. 1976 greinina um siglingu Blights skipstjóra á Kyrrahafi eftir upp- reisnina á Bounty, kom mér í hug að þó þessi sigling hafi verið mikið þrekvirki, þá getum við líka litið aftur til forfeðra okkar. Þeir leystu líka þá þraut, að sigla skipsbáti yfir opið haf, meira að segja Norð- ur-Atlantshafið, sem ekki hefir fengið orð fyrir veðurblíðu. Si " :;;0-}W^\ % ¦ss z) Sigurður Guðjónsson skipstjóri. Nokkur orð um þá, sem legið hafa óbættir hjá garði Komst Bjarni Grímólfsson suður í Saragassahaf? hundruð ár voru á milli þeirra og sinn af hvorri þjóð að ætterni. Svo er annar Þórhallur, sem líka leysti af hendi slika siglingu. Hann var félagi Bjarna Grímólfssonar. Um þá félaga eru heimildir fáorð- ar, en þær, sem til eru, eru á þá lund, að lesa má milli línanna meira, en sagan segir. Þeir hafa verið miklir siglingamenn og drengir góðir. Mig langar að hnýta nokkrum orðum aftan við þessar heimildir, sem ágiskum frá sjálfum mér og ætlast að sjálfsögðu ekki til, að þau séu tekin sem vísindi. Ég skrifaði smá grein um Bjarna Herjólfsson í 8.—9. tbl. Víkings 1958 og siglingu hans frá Eyrar- bakka 985 eða 6 vestur um haf til þeirra landa, sem nú eru kölluð Norður-Ameríka. Eg læt það nægja að sinni, en ætla að rita nokkrar línur um nafna hans Bjarna Grímólfsson og þá menn sem voru í leiðangri Þorfinns karlsefnis. Um þá menn hafa söguskýrendur látið sér fátt finn- ast. Mér finnst þeir eigi rétt á því, að nöfn þeirra séu í minnum höfð líka. 1 Eiríkssögu rauða, sem í sumum útgáfum er kennd við Þorfinn, segir svo: „Eitt sumar býr Karlsefni skip Þótt það hafi ekki verið ásetn- ingur Þórhalls veiðimanns, að sigla til íslands, heldur orðið sæhafa þangað, þá hefir það ekki verið heiglum hent, að þrauka þá ferð af, í illviðrum við lítinn kost á skipsbáti við 10. mann, þvert yfir hafið. Um þessa ferð er lítið vitað annað en það, að til Irlands kom- ust þeir og fengu þar óblíðar mót- tökur, eins og lesa má í Eiríkssögu rauða. Svo furðulegt sem það er, þá er skapgerð þessara tveggja manna lýst á svipaðan hátt í þeim heimildum, sem til eru um þá hvorn í sínu lagi. Ekki þurfa sögu- skýrendur að halda að nein tengsl séu þar á milli, þar sem nokkur 26 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.