Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 34
ráðstafanir, sem að fullu gagni mættu verða. Sömuleiðis er talað um rányrkjuveiðar, þar sem neta- veiðarnar eru, að of mörg net séu á bát, svo ekki gefist tími til að vitja um í þau daglega, því berist oft að landi léleg vara, sem aldrei geti orðið annað en skemmdur matur. Þarna sé oft um að ræða hrygn- ingarfisk, sem tekinn er, þegar hann er kominn til að hrygna. Allt hlýtur þetta að verða að skoðast í réttu ljósi, svo vel megi fara. Það er sjálfsagt viða brotinn pottur í þessum' efnum. En eftir allt, sem á undan er gengið, ætti það að vera metnaður hvers fiski- manns, að vanda sem mest alla meðhöndlun aflans. Það er enginn efi á því, að ísing í kassana úti á miðunum, er stór framför, sem hlýtur að færast í vöxt og mjög eðlilegt væri að allt kapp yrði lagt í að fá sem best hráefni á hverjum tíma. Það er það sem koma skal, svo og verndun fiskistofna, sem eru ofveiddir. Á hvalveiðunum er ungviðið ekki veitt, svo og ekki mæður með mjólk, einnig verður hver hvalur að ná vissri stærð. Þarna eru strangar reglur í gildi, sem refsing Síðasti hnúfubakurinn sem veiddist frá Hvalfjarðarstöðinni, áður en hann var friðaður árið 1960. Hann mældist 55 fet. Vilmundur Jónsson þáverandi verkstjóri sést koma frá þvíað mæla hvalinn. Allir hvalir, sem á stöðina koma eru mældir og bókfæröir strax og þeir koma á land. Þennan hval skaut Ingólfur Þórðarson. Til frekari upplýsinga má geta þess, að þetta mun síðastihnúfubakurinn sem skot- inn var ínorðurhöfum. liggur við ef brotnar eru. Þetta mætti hafa í huga þegar um aðrar sjávardýrategundir verður rætt og veiði á þeim. Friðun síldarinnar við Suður- land, er þegar farin að sýna ár- angur, af fréttum að dæma. Þann- ig þarf áfram að halda. Þá fyrst, ef Hvalur ísigti, Jónas Sig. klár við byssuna. 34 ' ' allir leggjast á eitt að fara að öllu með varúð og fyrirbyggja alla rán- yrkju, þá yrði árangurinn fljótur að segja til sín. Við mundum eftir fá ár eiga ein auðugustu fiskimið heims, sem við einir höfum vald yfir. Þetta hlýtur að tryggja það að við komum til með að eiga örugg fiskimið fyrir okkar fiskiflota, svo ekki ætti eftir það að vera hætta á. miklum aflaleysis árum. Þar með yrði afkoma útgerðarinnar tryggð, einnig sjómannanna. Þannig yrði einnig lagður grunnur að óbrigð- ulum undirstöðu atvinnuvegi þjóðarinnar, en sjávarútvegur er og verður okkar sterkasta og traustasta útflutnings-atvinnu- grein. Sá arður, sem við höfum af landi okkar, þar með talið fiski- miðin, er það eina örugga til að tryggja okkur íslendingum góða fjárhagslega afkomu og lífsgæði. Því er nú, sem fyrr mikið undir okkur sjálfum komið hvernig okk- ur búnast í landi okkar. Við höfum sannreynt það að í gegnum ald- irnar eru það þeir kostir, sem landið hefur uppá að bjóða, land- V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.