Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 38
——¦-*¦!- - -¦ —' JnnnMHWi1 hUÍiiii I | BBB.OE3E SíM^ DWISH DflHlSH OANISH [| DANI Tr—ra-----r\>— framförum. Nú geta útflytjendur og innflytjendur endurskipulagt sin mál frá grunni. Hægt er t.d. að aka kælivögnum um alla Evrópu, með t.d. fisk, ferskan fisk, frosinn fisk og hvaðeina og auðveldara er að sækja vörur. Nokkurn tíma tekur að skipu- leggja þessa nýju flutninga, en ekki mun það þurfa að taka alltof langan tíma. Rútubílstjórar, sér- leyfishafar kvarta undan því að litið sé að gera á sérleyfisleiðunum. Þá er bara að pakka saman og fara að aka fólki um Evrópulönd í skipulögðum ferðum. Vörubílstjórar geta nú tekið túra með saltfisk til Italíu og komið heim með þvottavélar eða ávexti. Nýr heimur er nefnilega að opnast'. DANA FUTURA Við birtum með þessari grein mynd af nýju dönsku „smjörbát- unum", sem flytja daglega land- búnaðarvörur frá Esbjerg til Hull. Gámaferja þessi tekur 400 gáma af stærstu gerð og stór krani er á skipinu til þess að losa og lesta, auk þess sem aka má gámum inn og út um skutrennu. DANA FUTURA og systurskip hennar sigla með 23 hnúta hraða og er því fljót í förum. Gengið var frá sérstökum farmvelli og aðstöðu í Esbjerg vegna þessara skipa, sem reynst hafa afburða vel. Það er ljóst að ferjufrakt sú, er skipin sigla í miili Danmerkur og Englands, er ekki samskonar við- fangsefni og flutningarnir til og frá 38 íslandi. Þó mun að því draga að nýjungar verður að taka upp í þeim siglingum einsog öðrum til þess að stilla kostnaði í hóf. Grænlandsfartin, sem eru svip- uð íslandssiglingunum, hefur tekið gáma í notkun í víðtækari mæli og hvarvetna er sömu sögu að segja. Vegasambandið við útlönd Margir láta sig dreyma um nýj- an GULLFOSS, farþegaskip, fljótandi glæsihöll, sem kembir hafið með bifreiðar ferðamanna á bílaþiljum. Sumum finnst þessi hugmynd fráleit — það geti ekki svarað kostnaði að reka slíkt skip, almenningi til skemmtunar. Þó er haft fyrir satt að um 30.000 íslendingar ferðist milli landa á ári. Þeir fljúga. Samt hefur ávalt verið fullt á SMYRLI, sem þó hefur óhentuga viðkomu í Færeyjum og óhentugan við- komustað í Noregi, þar sem óra- vegur er til þéttbýlishéraða Suð- ur-Evrópu. Skip, sem hefði viðkomu í Hirtshals, Esbjerg, eða Hamborg, að ekki sé nú talað um Glasgow, eða Leith, hefði meira að géra. Þegar Brúarfoss (gamli) var smíðaður á sínum tíma, þá lagði ríkissjóður fram fé (300.000.00 kr) í eitt skipti fyrir öll. Menn vissu að það vantaði tilfinnanlega, frysti- skip til landsins, til þess að unnt væri með öryggi að hraðfrysta kjöt og sjávarafurðir til útflutnings. Eimskipafélagið var ekki reiðu- búið til.þess að láta smíða frysti- skip, sem var mjög dýr fjárfesting og óljóst um verkefni. Þetta varð til. þess að stjórnvöld lögðu fram 300 þúsund af um 1.3 milljón króna skipsverði. Þetta var greitt í eitt skipti fyrir öll og allir græddu. Eimskip og þjóðin. Væri ekki athugandi að ríkissjóður styrkti skipakaup, þar sem „vegasam- bandi" væri komið á fyrir al- menning og iðnaðinn? Með því móti gætu menn ferð- ast um Evrópu með nesti og tjald — og bíl, og fjölskyldur gætu ferðast saman, á ódýran hag- kvæman hátt. Þetta sparar gjald- eyri, hvað sem hver segir. Ef til vill væri þessi leið fær, til þess að leysa málin. Ný skipagerð — Hentar hún íslendingum? „BORO" nefnist nýjasta skipa- gerðin, sem kemur fram í heimin- um, en það eru skip sem flytja blandaða farma. Nafnið BORO er saman sett úr orðinu Bulk- Oil Ro/ro. Þessi nýju skip geta siglt með kol — olíu —bulkfarma (t.d. áburð og laust korn) en auk þess almenna stykkjavöru, gáma og bíla. Fyrsta BOROR skipið verður afhent í skipasmíðastöð í Japan á þessu ári, en Helsingör skipa- smíðastöðvarnar geta líka þegar boðið svona skip, með B&W dieselvélum. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.