Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 17
Það er meira en að segja það, að stálið skuli þola allan þennan lát- lausa velting undir þungu fargi og stöðugt brim er á breiðu þilf arinu, þar sem fríborðið er lítið og ekki megnugt að halda öldunum frá. Þar bætist við ofboðslegur yfir- þungi, sem ekki er reiknaður í burðarþoli skipsins. — Auk annars, sem skrokkur- inn verður að þola, er álagið þégar 200.000 tonnum er dælt með feykna krafti niður í lestar þess á nokkrum klukkutímum. 1 sumum höfnum, þar sem lestað er, verður farmurinn að koma um borð á svipstundu þar sem skipið flýtur ekki nema á flóði. Minnsta seink- un getur valdið því að skipið leggst með ofurþunga sinn á botninn. Slíkir skaðar eru algengir, en hver skemmd, sem skrokkurinn verður SPARISJÖÐUR VÉLSTJÓRA Ilátúni 4a (á horni Laugavegs og Nóa- túns) Afgreiðslutími kl. 09,30—15,30 og 16,30—18,00 Við bjóðum viðskiptavinum vor- um upp á alla almenna þjónustu og næg bílastæði <S28577 fyrir, minnkar styrkleikann til muna. Ein ástæðan fyrir því að gömul olíuskip farast undir farmi er sú, að skipið hefur orðið fyrir skemmdum í starfi, það er „slitið" og því fer sem fer. Á seinni árum hefur þetta einkum hent minni skip, en nú er fyrsta kynslóð VLCC skipanna senn 10 ára gömul, og þau eru byrjuð að ganga úr sér og þá munu þau farast, því þau nálgast skamman meðalaldur tankskipa. Skip og menn Þá segir Mostert þetta að lokum í viðtalinu við Time: Langsiglingar af því tagi, sem stórskipin sigla, hafa vond sál- fræðileg áhrif á sjómennina. Þau sigla líka hægar en áður og dvölin á sjónum verður því lengri, með ýmsum afleiðingum. Ef skipverjar eru í slæmu and- legu jafnvægi, þá er stjórnin á skipi þeirra verri en ella. — Af framansögðu leiðir, að mjög brýnt er að eftirlit með risa- skipunum og olíuskipunum verði aukið. Þar sem enginn aðili fer með raunverulegt eftirlit með þeim, er brýnt að setja alþjóðareglur um þessi skip. Eins og fram kemur í viðtalinu við blaðamanninn, þá heldur hann því hiklaust fram að álag sé of mikið á þá sem sigla VLCC skipunum, og þótt - skipstjórnar- menn séu dregnir fyrir rétt, efast maður um að vandinn verði um alla framtíð leystur með skaðabót- um. Hér eiga Islendingar hags- muna að gæta, bæði sem fisk- veiðiþjóð, og sem menningarþjóð, sem vill berjast gegn mengun náttúrunnar. Sagt var frá því í fregnum, að hugsanlegt væri að Golfstraumur- inn bæri olíubrákina frá ARGO MERCHANT upp að ströndum Islands, inn á viðkvæmustu hrygningarsvæði íslenskra nytja- fiska. Vonandi fer ekki svo, en minnumst þess að þetta getur gerst, er jafnvel í nánd. ^gPB^ O.ELLTNGSENHF ANANAUSTUM SlMI 28855 Elzta og staersta veiftarfaera- verzlun landsins. SJÖMENN Þetta merki bregst-ykkur aldrei Veljiðþað.-NótiðVINYL-vettl- inga í ykkar erfiða starfi. Starf ykkar krefst sterkustu og endingarbeztu vettlinganna. SJÓKLÆÐAGERÐIN HF. Skúlagötu 51 - Reykjavlk Slmar: 12063 og 14085. V í K I N G U R 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.