Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 8
Takmarkanir fiskveida
Þorskveiðar
Eins og oft vill verða þegar takmarka þarf sókn í
hinaýmsu fiskistofna sýnist sitt hverjum.
Á ráðstefnu Verkfrœðingafélags íslands sem haldin
var 2.—3. mars sl. hélt forstjóri Hafrannsóknastofn-
unar, Jón Jónsson, erindi um afrakstursgetu botn-
lœgra fiska á íslandsmiðum.
í erindi sínu bendir Jón á, að á árunum 1950 til
1977 var þorskaflinn minnstur árið 1967, en þá var
hann 345 þús. lestir, en mestur árið 1954, 548 þús.
lestir. Óheillaþróun hefur átt sér stað á þessu tímabili
þarsem hinn kynþroska hluti stofnsins hefur minnkað
úr 700 þús. lestum í 200 þús. lestir.
A ugljóst er öllum þeim, sem vilja líta á staðreyndir,
að við þessari óheillaþróun verður að stemma stigu.
Allir fiskimenn og verkendur sjá þörfina fyrir
skynsamlegar ákvarðanir varðandi veiðarnar, en um
aðferðir hafa menn ekki orðið sammála og hefur
komið upp leiðinda hrepparígur um málið.
Síðustu tvœr vertíðir hafa miklar takmarkanir verið
á veiðum hrygningarfisks og hafa sjómenn almennt
sætt sig við þœr og tel ég að þeir séu samþykkir þeim
sökum þess að mikið er í húfi fyrir framtíð fiskveið-
anna og þá um leið atvinnu þeirra. Það hefur sýnt sig
að sjómenn eru tilbúnir til samstarfs um fiskverndun
þegar þörf er á henni og vil ég í því sambandi minna á
afstöðu sjómanna til síldveiðibannsins á sínum tíma.
Vandinn virðist vera sá að fá hin ólíku sjónarmið
samrœmd.
í því efni tel ég að Sjávarútvegsráðuneytið eigi að
hafa forystu, t.d. með því að halda ráðstefnur þar sem
menn geta leitt fram rök fyrir stefnu sinni í fiskveiði-
málum.
Eitt af því sem kemur illa við sjómenn og útvegs-
menn eru hinarsíðbúnu ákvarðanir um veiðiheimildir.
Til dœmis gaf Sjávarútvegsráðuneytið út reglugerð
um takmarkanir áþorskveiðum 27. mars 1979, og átti
hún að gilda um veiðiheimildir í apríl og einnig um
hvenær netaveiði skyldi lokið. Svona skyndiráðstaf-
anir eru ekki til þess fallnar að auðvelda samskipti
ráðuneytisins við fiskimenn.
Síldveiðar
Um síldveiðarnar hefur verið góð samvinna eins og
fyrr er getið. Nú hefur verið lögð fram tillaga um að
sama magn og áður, 35 þús. tonn, sé œskilegur há-
marksafli.
Ekki eru menn sammála um þetta nú. Margir álíta
að nauðsynlegt sé að aukning eigi sér stað smátt og
8
smátt, meðal annars til þess að tryggja sölu afurðanna
og hafa menn í því sambandi látið sér detta í hug að
auka veiðina að þessu sinni um 5 þús. tonn og jafnvel
miða veiðileyfin við annað en tonnatölu. Oft hafa verið
nokkrir erfiðleikar í sölu síldar, og ef litið er tilþess þá
getur verið óþœgilegt að auka veiðarnar skyndilega,
en betra að auka þœr hóflega á hverju ári.
Karfaveiðar:
Fiskifræðingar hafa hvatt til þess að karfaveiðar
yrðu auknar og telja þeir að ekki hafi verið sótt í þann
stofn eins og þol hans leyfir. En hér eru menn ekki
sammála fiskifrœðingunum og telja sem rök gegn
þessari kenningu að á þeim svœðum þar sem karfi
hefur verið veiddur án takmarkana hefur stofninn
ekki jafnað sig á ný, svo ekki mun um stór nýtileg
svæði að ræða hvað karfaveiðarnar varðar.
Óhjákvœmilega kemur inn í málið að mikill hluti
frystihúsa er ekki í stakk búinn að vinna karfann, en
auðvitað yrði sá vandi leystur ef veruleg veiði vœri.
Ef fiskimenn hafa rétt fyrir sér um karfann mun
hann nú veiðast á tiltölulega litlu svæði, en aðgát þarf
auðvitað að hafa á karfaveiðum svo honum verðiekki
útrýmt.
Skarkolaveiðar:
Ekki er vafi á því að skarkolaveiðar má stunda með
góðum árangri ef rétt er að staðið og telja fiskifrœð-
ingar að skarkolinn sé einn þeirra fiskistofna, sem þoli
aukna veiði. En sá hœngur hefur verið um árabil á
þessum veiðum að sala hefur verið treg og verðið of
lágt fyrir sjómenn og útvegsmenn.
Nauðsynlegt er að veiðarnar fari fram á þeim tíma
árs þegar fiskurinn er bestur. Þá er jafnvel hœgt að
flytja hann á breskan markað ferskan. Það skiptir vart
máli hvort skarkolinn er veiddur í troll eða dragnót,
þvi ekki er veitt með þessum veiðarfœrum nema á
tiltölulega afmörkuðum svœðum og er ekki vandi fyrir
fiskifrœðinga og fiskimenn að koma sér saman um
hverþau skuli vera.
Nú sýnist mér að sá vandinn sé mestur hvort hœgt sé
að nýta hina ýmsu stofna til fulls, ekki síst þá sem
vannýttir eru nú í dag.
En forsenda góðrar nýtingar er sú að málsaðilar geti
með góðum vilja komið sér saman um hvernig sókn-
inni skuli hagað, þannig að hvort tveggja fari saman,
hámarksnýting afurðanna hverju sinni og verndun
þeirra stofna sem í hœttu kunna að vera.
Ingólfur Stefánsson
VÍKINGUR