Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 9
Einn er hver einn Lítil frásögn af skökurum Norðaustan bræla og bátar i höfn. Skúmur liggur ystur i annarri röð frá hægri. í lúkamum Fimmtudagsmorgunn 22. mars 1979. Norðangjóla blæs bruna- gaddi yfir láð og lög, en hlýtt er þó og notalegt í litla lúkarnum á Skúmi RE 90. Færabátarnir liggja rólegir í Sandgerðishöfn. Norð- anáttin er ekki gengin niður. Ég kom hingað suður eftir fyrir kl. 5 í morgun, hélt það yrði róið, því að spáin sagði hægviðri, en það ætlar að verða bið á því að hann lægi. Klukkan er níu. Svefnhljóð og mollukyrrð í þessari þríhyrndu vistarveru, sem er allt í senn: svefnherbergi, kokkhús, matsalur og setustofa. Það snörlar ofurlítið í Stjána í stjómborðskojunni, tepp- ið hefur hann dregið upp á haus. Valdi liggur á bekknum undir þykkri sæng. Hann hvílir á bakið og blæs þunglega annað slagið. Bakborðskojan sem er fremst í lúkarnum og uppi undir þilfari, er notuð sem geymsla; þar eru m.a. björgunarbeltin. Þar er vont að sofa þegar báturinn heggur á mótstími, maður á á hættu að kastast upp í dekkið. Núna ligg ég í þverkojunni aftast. Hún er ágæt, nema þegar dekkið lak með kappanum, það var nöturlegt. Nú er enginn leki, en andskoti var kalt í morgun. Kuldann leggur frá lestinni gegnum þilið. Skyndilega er kyrrðin rofin. Lúkarsgatið er rifið opið. Stór maður ryðst niður. Svanur á Bigganum er kominn. Það færist líf í lúkarinn. Stjáni vippar sér fram úr. Á hæla Svans kemur Marteinn, háseti Svans. Það er hellt upp á. Hrókasamræður um tíðina, frostið, bræluna og kvennafar auðvitað. Birgir RE 323 VÍKINGUR liggur næst fyrir innan Skúminn. Það hefur oft verið stutt milli þessara báta á undanfömum ár- um, ekki bara í höfn heldur líka á miðunum, kært með formönnum, en mátulegur skakrígur þó. Þeir karpa svolítið, en allt í góðu: Stjáni: Eigum við ekki að fara að herða okkur upp og fara? Svanur: Skrepptu upp á bryggjuna fyrst og líttu á veðrið. — Annars held ég okkur sé óhætt að bíða eftir tíu-veðrinu. Stjáni: Hann var gaddfreðinn fiskurinn sem Óli á Inganum kom með í gær. Svanur: Hvað fékk hann? Stjáni: Hann fékk 200 kíló af aulaþorski. Það er þorskur í Röst- inni núna, fyrst loðnan er þar. Annars fékk Óli mest af manna (Þetta kalla þeir milli- og smá- ufsa). Marteinn: Það er til einhvers að fara á sjó í brælu og frosti til að draga mannaseiði. Upp úr hádeginu reri Stjáni. Birgir lá í höfn, Svanur var að gera við kabyssuna. Einn kaldan morgun í mars Föstudagsmorgunn 23. mars. Við erum á leiðinni út á Brot. Klukkan liðlega átta vippa ég mér fram úr kojunni. Ætli kallinn sé ekki búinn að stíma í þrjú korter — klukkutíma. Það er þriggja tíma stím út á Brot. Ég fæ mér bita og sopa, snarast síðan upp. Hann er bjartur og sárkaldur. Ég tek seglhlífarnar af rúllunum og slæ undir nýjum slóðum. Best að hafa allt klárt, þegar á fiskislóð kemur. Báturinn er allur klakaður eftir á- gjöfina á landléiðinni í gær, dekkið, lunningin, stýrishús og reiði. Það er flughált. Verstur andskoti að þurfa að skíta í þess- 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.