Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 13
Sigurðsson heitir hann, ættaður úr Suðursveit, og þar fór hann fyrst á sjó, það var enn róið þar frá sandinum, þegar hann va rþar unglingur. Valdi hefur verið með Stjána á Skúminum í sex ár. Þeir eru langtímum saman tveir á, en stundum er þriðji maður. Valdi er harður færamaður. Það gildir að vera fljótur að renna og laginn að seila og þrautseigur að standa við færið, ekki síst í stórufsanum,s em getur gefið sig til skyndilega á ólíklegustu tímum sólarhrings. Hér gildir reglan: Einn er hver einn, og enginn fæst í landi. Valdi sér um eldamennskuna. Hann sýður fyrir okkur saltkjöt um há- degið. Víst er það hughreystandi í þessu nákroppi að svelgja í sig heitan og feitan kjötbita — og svo kaffi á eftir. Það líður á daginn. Vindinn lægir, það var svo sem auðvitað, fyrst þeir hættu að spá hægviðri. Kuldinn er ekki eins sár. — nú eru þeir líklega að fá ’ann á Bigganum þarna úti á átta míl- unum, segir Stjáni. — Það er líklegt. Þeir eru svo rólegir, segir Valdi. Nú hleypur hann sköru- lega á, drengir Um fimmleytið er Stjáni farinn að gerast órólegur yfir aflaleysinu. Hann er að hugleiða hvort hann eigi að fara upp í Röst. En það er of langt, orðið of áliðið. — Við skulum reyna Jarls- dæmið aftur, segir hann. Það lóðar vel í kantinum rétt við trossuendann. Það er suðurfall og rekur frá trossunni upp á hraunið. Og þarna fáum við gott viðbragð. — Nú rennur hann skörulega á, drengir, kallar Stjáni. Það eru nokkur rennsli í rekinu. Upp koma tveir og þrír og fjórir þorskar í eina. Stjáni er ánægður: — Þetta er alveg húðvænn fisk- ur, segir hann. — Þetta getur maður kallað VÍKINGUR vertíðarfisk, segir Valdi. Það hækkar fljótt í stíunum, ef svona fiskur gefur sig til. Við kippum nokkrum sinnum. Það er ekki ösfiski, en góður reyt- ingur, 4—10 vænir fiskar á mann á reki. Svo rökkvar og hann hættir alveg að taka. Við erum sammála um að þessi neisti hafi bjargað deginum. Og blíða framundan Það er stillilogn í Sandgerðis- höfn, þegar við löndum þar upp úr miðnætti. Spáin er góð og trú- lega verður róið snemma í fyrra- málið. Aflinn hjá okkur reyndist vera tæp 1200 kg af þorski og 300 kg af milliufsa. Hásetahlutur um 33 þúsund. Þetta er ekki mikið fiskirí, en viðunandi þó, ef gæftir haldast. Þeim á Bigganum gekk miklu betur „buguðu okkur laglega", er orðalag Stjána. Þeir fengu hátt í tvö tonn af þorski. Klukkan er farin að ganga tvö þegar löndun og öllum frágangi er lokið. Og þá fara þeir Valdi og Stjáni að hnýta sér slóða fyrir morgundaginn. Síðan þriggja, fjögurra tíma svefn áður en lagt er af stað í næsta róður. Ég óska þeim góðs. Ekki er laust við að grípi mig byggðahrollur þegar ég staulast yfir ísuð þilför á leið til lands. FTH 13 Svona sigla fátæklingarnir Hollenska skipasmíðastöðin C Van Lent hefur nýverið af- hent luxussnekkju fyrir Saudi arabiska konungdæmið, en skipið er fínasta snekkjan, sem smíðuð hefur verið í Hollandi. Verður skipið notað af Khal- id konungi Saudi Arabíu til skemmtiferða. Skipið er teiknað af H. W. de Voogt, og er það 64 metra langt og er gert ráð fyrir 24 farþegum, eða gestum, einsog það heitir á skemmtisnekkjumáli, en borðsalir gera ráð fyrir allt að 40 manns. Skipið er byggt úr stáli, en yfir- bygging er úr áli. Það hefur gafl- skut og þilför eru úr viði. Ofan á þilfarshúsum er sólbaðsþilfar og útsýnisbrú. Skipið er knúið með 2X3500 hestafla aðalvélum, og það hefur tvær skrúfur. Ganghraða er ekki getið, en auk þess hefur það 70 ha. bógskrúfu til þess að auðvelda hreyfingar í höfnum. Meðal siglingatækja eru Decca radar RM 916, Sirius gyroáttaviti, Arkas gyro og sjálfstýring.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.