Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 19
mest í frammi, og var eins og vemdarengill þess minni. Menn- irnir voru farnir að velta því fyrir sér hvernig þessum leik lyki, þegar endir fékkst skyndilega á viður- eignina. Þegar hætt var að beita hliðarskrúfunni, fór sá stóri að gefa gaum að gatinu með fram síðunni. Ekki hafði verið árætt annað en láta hliðarskrúfuna lulla, af ótta við að nótin yrði óklár og legðist að skipinu. Nú kom hins vegar í ljós, að bægsla- gangurinn í hvölunum gerði sama gagn, og nótin hélst vel klár frá skipinu. Hliðarskrúfan virðist hafa fælt hvalina frá að leita að opinu fram með skipinu, en nú kom sá stærri og hóf atlögu. Þá skeði það er Ingvi skipstjóri segir að hafi fremur öðru vakið virð- ingu sína og aðdáun á viti þessara dýra. Stærri hvalnum, sem hafði allt frumkvæði, þótti opið á nótinni auðsæilega of þröngt. Hann kaf- aði niður og keyrði trýnið af afli í nótapokann, þannig að teygðist á opinu. Minna dýrið smó út um skarðið eins og verið væri að opna fyrir það hlið. Verndarinn fylgdi á eftir með svo miklum sporðaköst- um að pokaendinn rykktist úr höndum vélstjórans, sem hafði eitthvað verið að reyna að liðka fyrir um undankomuleiðina. Það var rétt um ljósaskiptin að dýrin fögnuðu frelsi sínu á ný, en eins og áður segir voru þá liðnir um 3 tímar frá því þau voru föng- uð í nótina. í spjalli við Ingva Hrafn um þennan atburð kom fram, að hljóð háhyminga koma oftlega inn á asdikið í loðnuskipunum sem högg og önnur sérstæð hljóð. Að sögn hans var „hljómlist“ hnúfu- bakanna mjög áþekk þeirri sem háhyrningar gefa frá sér. Töluvert væri um að hnúfubakar sæjust á þessum slóðum. Sumarið 1977 sagðist Ingvi hafa verið á veiðum á áðurnefndu svæði og hnúfu- bakar hefðu þá verið þar algeng VÍKINGUR sjón. Þetta virtust hinar gæflynd- ustu skepnur. Þegar gott væri veður lægju þeir í vatnsskorpunni og virtust dorma. Hreyfðu þeir sig stundum ekki fyrr en komið væri fast að þeim. Ingvi sagði að lokum að hann vissi ekki til þess, að hnúfubakar eða önnur stórhveli hefðu áður lent í nótum loðnu- skipa. Að lokinni þessari frásögn skulu hér tilfærðir til gamans nokkrir fróðleiksmolar um hnúfubakinn: Hnúfubakurinn (Megaptera novaeanglia) er tíðast 12-15 m langur. Bjarni Sæmunds- son fiskifræðingur talar um, að fengist hafi hvalir allt að 18 m langir. Þyngd þessara skepna full- vaxinna er sögð allt að 35 tonn. Hnúfubakar eru taldir ná kyn- þroska 6-12 ára gamlir. Hámarks- aldur er ekki þekktur nákvæm- lega, en vitað er, að þeir geta að minnsta kosti orðið 40-50 ára gamlir. Hnúfubakurinn, sem er skíðis- hvalur, þekkist vel frá öðrum frændum sínum af hinum afar- löngu bægslum, sem geta verið á við V3-V4 af heildarlengd hvalsins. Þessi tegund hefur stundum verið nefnd trúðurinn meðal stórhvala sökum þess að hvalurinn á það til öðrum stórhvölum fremur að bregða sér á leik. Sést hann títt stökkva svo hátt upp, að hann hreinsar sig úr sjó. Þá á hann það tikað synda á bakinu eða leggjast á hliðina og láta annað bægslið standa til lofts eins og stöng. Sjó- menn telja stundum, er þeir sjá skelklepraðan hnúfubak stökkva og bylta sér, að hann sé að reyna að ná af sér óværðinni. Svo mun þó ekki vera, enda situr skelgróð- urinn mjög fastur í húðinni en hvalurinn verður hans sennilega lítt var. Sá „gróður“, sem sest á hvali, er í rauninni krabbadýr og er aðal- lega um 3 tegundir að ræða. Mest ber á hvalkoppunum (Comula dimdema) sem eru krabbadýr í kalkhúsi, náskyld hrúðukörlum, og geta orðið allt að 7 cm í þver- mál. Á hvalkoppunum situr svo oft skelskúfur (Concorderma auritum), krabbadýr náskylt helsingjanefjum (Lepas) og getur orðið allt að 13 cm langt. Lítið sem ekkert áberandi til að sjá er hval- lúsin (Cyamus boopis), sem er smátt krabbadýr (1,3 cm í þver- mál) er bítur sig í húðina, en hefur ekki um sig kalkhús eins og tvö hin fyrrnefndu. Ásætur þessar festa sig gjarna á húð hvala þar sem hún er mýkst svo sem við skolt og kjaftvik og kringum kyn- færi. Haus hnúfubaksins og bægsli eru alsett smá hnúðum sem eru góð fótfesta fyrir þessa óværu. Hvalurinn er því oft öðrum teg- undum fremur klepraður að framanverðu af þessum sníkju- dýrum. Sníkjudýr er þó varla rétta orðið yfir þessi dýr, nema hval- lúsina, því hinar tegundimar eru aðeins ásætur, sem sía næringu úr sjónum sér til viðurværis. Krabbadýr þessi eru annars í raun hlýsjávartegundir eins og nánir ættingjar þeirra, sem festa sig á reköld og grynningar, sýna, þ.e. þeir fyrirfinnast ekki í norðlægum höfum. Þótt „óværan“ lifi ef til vill mestöll af ferðir hvalsins til kald- ari hafa getur hún ekki fjölgað sér né dafnað nema í hlýrri sjó, þá er hýsilinn heldur til heitari hafa eins og vikið verður að. Þeir sem skrifað hafa um hnúfubakinn hafa talið hann með skynsamari hvölum og benda oft á í því sambandi tryggð hans við særðan eða heftan maka, kálf eða félaga. Það varð til þess að styrkja trú manna á ágætum gáfum hnúfubaksins, er menn tóku eftir hinni snjöllu aðferð hans við að veiða ljósátu, en það er loftbólu- nets-aðferðin. Hnúfubakurinn, sem lifir að miklu leyti á krabba- dýrum (ljósátu) eins og aðrir skíðishvalir, en einnig á fiski svo sem loðnu og síld o.fl., hefur þró- 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.