Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 27
„Ljótur. — Útgerðarmaðurinn sendi mig. Hver segir að ég sé lausaleikskrakki?“ „Ég — ég segi það. Ég er fædd- ur í lausaleik, faðir minn var Rússi, og við erum næstum alveg eins, ekkert nema beinin og höf- uðið eins og egg í laginu. Hvurnin komstu?“ „Kom hvert?“ Matsveinninn ók sér í brók- unum. „Hvurt? Hingað náttúr- lega. Til þessa himintungls og allsherjar vitlausra spítala. Hvað annað hvuti litli. Ég kom niður á lappirnar fyrst. — Það varð að taka mig út með töngum — ég er tangarbarn. Hvurnin komst þú?“ Matsveinninn dró brennivíns- flösku upp undan buxnastrengn- um og kippti tappanum út með tönnunum svo að small í. „Ég veit ekki,“ sagði ég með æðruleysi sveitamannsins. Ég horfði í augun á matsveininum. Þau voru sóttheit, og ég sá tunglið speglast í augasteininum. Hann er brjálaður, hugsaði ég. „Veizlu hvernig ég varð til. Mitt líf, hvuti litli, var kveikt með að- stoð ölkassa í bás í fjósi undir Snæfellsjökli annó 1880. Hunda- mundi sagði mér það. — Hann var viðstaddur mitt fyrsta kapphlaup við milljónirnar. — Þá sigraði ég. — Við sigrum allir fyrst, síðan töpum við, sumir alltaf — eins og ég“ Matsveinninn stútaði sig aftur á flöskunni og leit flírulega á mig. Síðan leit hann út í buskann og augu hans ljómuðu eins og hann sæi þar eitthvað guðdómlegt. Og það kom einhver ókyrrð í lapp- irnar á honum eins og hann lang- aði að fljúga. „Hann var þarna í fjósinu þessa Jónsmessunótt,“ hélt hann áfram, „uppi á mæninum og hafði ágætt útsýni yfir upphaf lífs míns og fyrstu snertingu móður minnar við þann pendúl sem allt snýst um á himni og jörð.“ VÍKINGUR Augu matsveinsins lýstu af andagiftinni sem fylgir íslenzkum svartadauða. „Það sprakk gúmmí, sérú. Ég er sígilt dæmi um hvað hefst uppúr svona fikti í meinum.“ „Já,“ sagði ég. Matsveinninn ropaði löngum ropa, veifaði síðan flöskunni og hrópaði hástöfum: „Hæ, hæ, Óli fiðla!“ Tilvonandi yfirmaður minn breiddi út faðminn og þusti burt á fund Óla fiðlu, en ég skundaði upp á Hótel Hjálpræðishersins eftir dótinu mínu. Að hálftíma liðnum var ég aftur kominn niður á bryggju með aleigu mína í sængurveri — bleiku. Ég heyri skip flauta; það er Thule, skipið mitt, hundgamall flutningakláfur, sem nú hefur verið dubbaður upp til að fara á síld. Ég hika andartak meðan ég er að velta því fyrir mér hvort svona skip muni geta flotið, það er svo ólíkt þeim skipum sem ég sá á póstkortum í sveitinni. Síðan staulast ég um borð, og meðan ég er að bauka við sængurverið verð ég var við að það horfir kona á mig úr brúarglugganum, og ég get ekki betur séð en hún hafi skemmtun af vandræðaskap mín- um og klæðaburði. Ég virði fyrir mér sauðskinnsskóna, sem voru síðasta verk móður minnar heit- innar, margþæfða ullarsokkana og heimatilbúnu brækurnar, lít síðan aftur á konuna, roðna af blygðun og skunda aftur eftir dekkinu með sængurverið. Ég er nærri dottinn í fuminu og konan hlær í brúarglugganum. Ég fæ kökk í hálsinn, en þríf aftur til sængurversins til að halda áfram för minni. Ég hef ekki stigið nema fáein skref, er ég hrekk við — hörfa hratt, og blygðun mín hverfur skyndilega fyrir öðrum '♦erkari geðhrifum. Út um hurð aftan til á skipinu hendist beinagrind skrýdd stromphúfu og svuntu. Allir angar eru á lofti, og þessi stormsveipur í mannslíki stefnir á mig hraðbyri gegnum rökkrið: framrétt hönd, brennivínsblautar varir og óðagot í hverjum lim. Ég kenni þar Nikolja matsvein, legg frá mér sængurverið og tek í snatri ofan húfuna að sveita- mannasið — og bíð. En það varð ekkert úr venjulegum kveðjum. Orð matsveinsins steypa stömpum út í veður og vind eins og út- varpstruflun, og tennurnar úr honum, báðir gómarnir, gusast á dekkið. Og áður en ég næ and- anum hefur hann fleygt sér á fjórar fætur til að handsama þetta ómissandi verkfæri úr andliti sínu. Ég lét húfuna á mig í leiðslu. Þetta kom svo óvænt. Mér datt í hug að hjálpa yfirmanni mínum við leitina, en sá svo að mér og greip til sængurversins. Konan engdist sundur og saman í brúar- glugganum og hló eins og vitskert manneskja. Ég skáskaut mér fram hjá matsveininum og flýtti mér allt hvað af tók aftur í káetu og fleygði mér í næstu koju. Skömmu síðar kom matsveinninn á eftir mér, hrapandi niður stigann. Hann kraflaði upp í kojustokkinn minn, féll svo eins og skotinn fugl á bekkinn og tautaði: „Nikolja heiti ég. Nikolja, það er ég.“ Síðan sofnaði hann. Brátt fylltist káetan af háværum mönnum, en ég gat ekki greint orðaskil, því að skrúfan var tekin að snúast og skipið skalf og nötr- aði. Ég lá lengi andvaka og sofn- aði ekki fyrr en skipið var komið út á rúmsjó. „Ræs!“ Beinaber krumla læstist í bringsmalir mínar. Ég hrekk upp með andfælum. Roktimbraður haus Nikolja grúfir yfir mér, aug- un rauðsprengd og ægileg, og hár hans stendur út í loftið eins og skítugur fáni. „Já, upp!“ Matsveinninn treður 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.