Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 37
báta er út og inn fjörðinn og
skellirnir í vélunum bergmála í
fjöllunum; klettaborgin sendir
bergmálið rétta boðleið í bungu-
fjallið og bungufjallið varpar því í
fjallið hinum megin við fjörðinn;
það er eins og fjöllin ræði saman,
dimmum rómi og digurbarkaleg-
um eins og slíkum öldungum
sæmir.
Nikolja er í góðu skapi og
kveðst ekki ætla að bragða vín í
þetta sinn, enda sé líka erfitt að nú
í sprútt hér, það þurfi að panta
það gegnum símann — frá Akur-
eyri. „Nú ætla ég að sjá hvað hinir
verða vitlausir,“ segir hann. „Nú
ætlar Nikolja nokkur að vera
maður fyrir sinn hatt.“
Út í skipið berast hvellir hlátrar
stúlknaflokks sem saltar síld á
stóru steinplani í fjöruborðinu.
Gulir píramídar hlaðnir úr tunn-
um rísa allt í kring og mislitir
höfuðklútar stúlknanna blakta í
sólskininu; menn og farartæki eru
á ferð og flugi um þorpið, vagnar
skrölta á teinum, silfurlit síldin
iðar og vellur í rennum og þróm,
bílskrjóðar flauta og svartir reyk-
mekkir svífa hratt meðfram fjalls-
hlíðunum — til hafs.
Og flokkar sjómanna af ólíku
þjóðemi þramma í rykmekki um
þorpið, patandi út í loftið og tal-
andi annarlegar tungur, fjörugir
og hnellnir menn af túndrum
Rússlands; síkátir og skrautgjarn-
ir menn frá löndum víns og sólar,
komnir allt frá Ítalíu og Spáni,
loks ljóshærðir Norðurlandabúar,
rósrauðir í framan af drykkju,
kempulegir menn, valtir á fót-
unum, laus höndin.
„Bonjour, mam’selles, bon-
jour!“ kalla Fransmennirnir til
stúlknanna.
„Bonjour, bonjour!“ Bros
stúlknanna er óvenju hýrt í dag og
hendumar liprar því að það á að
halda ball í kvöld í því fræga húsi
Hótel Villa Nóva.
Þá verður mér litið upp þorps-
götuna og sé hvar Nikolja mat-
sveinn gengur upp Hesteyri í full-
um eldhússkrúða; í þvengmjóu
buxunum með rauðköflóttu
svuntuna blaktandi — og hefur
sett upp sparikaskeitið með hvíta
kollinum. Hann hefur kaskeitið
beint, ekki á ská eins og spjátr-
ungamir; fas hans er einbeitt og
ákveðið. Hér fer enginn veifiskati,
hér fer Nikolja nokkur matsveinn,
þekktur maður, í áríðandi erinda-
gjörðum, að panta kost fyrir sitt
skip — þarf að tala í gegnum
símann. Og þama sem ég stend og
fylgist með hinum ágæta mat-
sveini verð ég vitni að hörmulegu
atviki: Skyndilega er kallað.
Nikolja nemur staðar. Maður
gengur í veg fyrir hann, þrífur í
hann. Nikolja streitist á móti; það
varð handapat og læti, flaska á
lofti, ryskingar, þá rykský og
tvisvar glampi af gleri. Síðan
hverfa þeir saman inn í port,
dveljast þar drykklanga stund —
og svo kemur matsveinninn aftur í
ljós og hleypur nú við fót upp á
símstöð þorpsins.
Þá vissi ég hvað klukkan sló,
fyrst hann fór að hlaupa. Og
grunur minn reyndist réttur, því
að dagur leið að kvöldi án þess að
bólaði á Nikolja — og þar við sat
unz Hlölli kom um borð um sex-
leytið með þær fréttir, að það hafi
verið eitthvað meira en bara
brauðin sem Nikolja hefði pantað
frá Akureyri, því að hann sæti nú
öfurölvi uppi á Hótel Hesteyri og
væri illur viðureignar. Mótorist-
inn hikstaði og þótti viðeigandi að
bæta við: „Ég skil ekkert í mönn-
um sem drekka sig svona fulla.“
Sjálfur stóð hann varla á fótunum.
Það var ekki um annað að gera
en leggja land undir fót og hafa tal
af matsveininum. Kvöldverðinn
um borð varð að hafa til á réttum
tíma.
Ég hitti Nikolja einan í veit-
ingasalnum. Aðra gesti var hann
STÍGANDI H/F ÓLAFSFIRÐI
KAUPUM FLESTAR SJÁVARAFURÐIR
SÍLDARVERKUN
FRAMLEIÐUM SALTFISK OG SKREIÐ
96-62273 Heimasími 96-62139
VÍKINGUR
37