Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Síða 40
skyni, skipshafnir annarra veifað
— og skipin síðan horfið jafn
hljóðlaust og þau komu.
Með haustinu koma þokurnar,
þaðan sem Pólstraumurinn og
Golfstraumurinn mætast og ísinn
frá Spítzbergen og Síberíu gufar
upp. Einstaka rekadrumbar sunn-
an úr höfum sigla hjá í þokunni,
mahogní frá sunnanverðum
Mexikóflóa, barrviður frá fljót-
unum í Síberíu. Þokulúðurinn
vælir í sífellu og þokan snýst
kringum siglingaljósin, leysist upp
í flóka, þéttist aftur, smýgur inn í
hvern krók og kima, hljóðlega og
leitandi — og allt er blautt, járn
sem tré. Á stjórnpalli stendur
Grímsi, þögull og hugsandi, byrj-
aður að grána í vöngum. Hann,
eins og meiri hluti skipshafnar-
innar, er niðurdreginn. Sumarið
er fíaskó, og það er ekki til að bæta
skapið að kaffi, sykur og tóbak er
gengið til þurrðar — og bannsett
þokan í ofanálag. En ekkert fær á
Hlölla. Glaðværð hans og
áhyggjuleysi er ódrepandi. Gegn-
um þokuna berst dillandi rödd
hans, söngur um suðrænar meyjar
og allar syndimar sem hann hefur
drýgt með þeim.
Svo skipast veður í lofti —
skyndilega — eins og alltaf við
heimskautsbauginn. Þruma
sprengir himininn; loftið yfir
Thule tætist sundur. Glampa slær
á blauta brúna og snöggur skjálfti
fer um fúnar máttarstoðir skips-
ins. Regnið streymir niður eins og
hellt sé úr fötu, steypist eins og
foss og með skruðningi ofan af
bátadekkinu, fram hjá eldhúskýr-
auganu, niður á dekkið. Og ein og
ein alda, lotulöng og gráðug byltir
sér inn yfir borðstokkinn og sleikir
græðgislega allt sem fyrir er, jám,
tré og gler.
Önnur þruma splundrar loft-
inu, annar glampi — og það
verður albjart í eldhúsinu. Nikolja
hættir andartak að hnoða deigið,
lítur upp — hlustar. „Það er að
koma haust,“ segir hann þreytu-
lega. „Það er að koma haust, hvuti
litli,“ — tekur síðan aftur til við
deigið.
Kaldur gustur fór um garðinn
og feykti fölnuðum laufblöðum
og bréfarusli á leiðið. Ég hrökk við
og vaknaði til sjálfs mín. Það var
orðið dimmt og hafði kólnað.
Kveikt hafði verið á ljóstýrunum í
garðinum og daufa skímu lagði á
skakkan krossinn, ruslið og arf-
ann.
Ég hreinsaði burt mesta ruslið,
en það gagnaði lítið. Við hlið dýru
legsteinanna var leiði Nikolja eftir
sem áður jafn fátæklegt. Hér var
ekkert meira að gera. Ég snart
krossinn lauslega í kveðjuskyni og
hélt á braut. Þá fór þytur um
garðinn, og ég heyrði rödd berg-
mála í fjarska. Það var Nikolja að
kalla. „Þannig á að taka þá, hvuti
litli, leiftursnöggt, þá eru þeir
varnarlausir!“
Ég nam staðar og svipaðist um
— en það var ekkert að sjá. Kyrrð
og friður ríkti í garðinum — og
það var rétt svo að ég gat greint
litla trékrossinn inni á milli stóru
fallegu legsteinanna.
Sjómenn — Útgeröar-
menn
Ennfremur allt annað
efni fyrir kælikerfi.
Ö N N U M S T:
Uppsetningu og
viðgerðir á öllum
kælitækjum.
yilter
Seljum:
North Star — (svélar fyrir sjó — eða
ferskvatn.
Vilter frysti-, kælivélar fyrir alla kæli-
miðla, einnig Ammoniak.
Bitzer kæli — frystivélar.
Kuba kæli — frystieliment.
Kæli- og frystiklefar úr einingum. Allar
stærðir fyrirliggjandi.
fEjKæling
■TTj Langholtsvegi 109
ImU Sími 32150
40
VÍKINGUR