Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Page 49
Ferð Theresu M. Bower:
Elízabeth eyja
DAG NOKKURN í ágústmánuði
1887, var stóra skonnortan Ther-
esa M. Hower dregin út úr höfn-
inni Noyo við NV-Kyrrahafs-
strönd Bandaríkjanna. Þegar
komið var hálfa aðra mílu frá
landi, sleppti skipið dráttartaug-
inni, setti öll segl og tók stefnuna í
vestur, með norðvestan vind á
stjórnborðsbóg. Skipstjórinn Elias
Trevers var mjög gætinn maður
og vildi fjarlægjast ströndina áður
en stefnan yrði tekin til suðurs, því
að ferðinni var heitið til Suður—
Kyrrahafsins.
í hlíðinni ofan við hafnar-
mynnið stóð einmana, þrekvaxinn
maður og sneri baki í vindinn.
Þetta var ekki brosmildur maður,
svona daglega, en nú brá fyrir
glotti á hörkulegu andliti George
Blakely, þar sem hann horfði á
eftir skipinu kljúfa breiðar öldur
Kyrrahafsins, því að hann einn
vissi að gamla skonnortan myndi
aldrei framar koma að ströndum
Ameríku.
Um borð í skipinu voru hin
hefðbundnu verk unnin, við að
gera „sjóklárt“. Kaðlar hringaðir
niður, skipað í vaktir o.fl. Ferðin
hófst á sama hátt og ótal aðrar á
þessari stóru, gömlu skonnortu, og
allt var einsog venjulega, að einu
atriði undanskildu. Adam
Smythe, meðeigandi skipafélags-
ins Blakely & Smythe, sem átti
skipið, sigldi með sem farþegi til
Honolulu, í verðskuldað frí.
Útgerðarfélagið byrjaði starf-
semi sína með Theresu M. Bower,
en hinir tveir félagar höfðu unnið
sleitulaust í 10 ár við uppbyggingu
starfseminnar, og félagið hafði
getið sér nafn sem þekkt var orðið
VÍKINGUR
um alla vesturströnd Ameríku,
allt vestur til Fiji eyja. Nú ætluðu
þeir að leyfa sér hvíld frá störfum.
George Blakely átti einn að sjá um
fyrirtækið á meðan Adam og kona
hans fóru til Hawaii, en þau ætl-
uðu að koma til baka yfir Seattle.
George myndi svo fara í frí í
næstu ferð, þangað sem hann
óskaði.
Adam, maður á sextugsaldri,
hafði eftir nákvæma íhugun kosið
að ferðast með Theresu í fríinu.
Elias Trevers var gamall skipsfé-
lagi, sem hafði siglt með honum á
þrímöstrungnum Taibahia á sín-
um tíma, en var nú skipstjóri
þarna um borð. Adam vissi að
hann myndi gera ferð þeirra hjóna
hina ánægjulegustu — miðað við
og með tilliti til krafna um flutn-
inga, — svo var hann ágætur sjó-
maður.
Trevers skipstjóri hafði við ýmis
tækifæri látið í ljósi mikið álit á
Adam Smythe og var haft eftir
honum, að ef allir útgerðarmenn
hefðu eins mikla þekkingu á sjó-
mennsku samanborið við Blakely,
sem hafði litla, myndu skipstjór-
arnir ekki eiga í erfiðleikum með
skýrslur sinar. Það varð ekki
merkt á Blakely, að honum líkaði
verr við suma skipstjóra félagsins,
frekar en aðra, en hann var ekki
vel liðinn af neinum þeirra, aðal-
lega vegna vanþekkingar hans á
skipum og sjómennsku. Hann var
stór og myndarlegur maður, rúm-
lega þrítugur að aldri og mjög
dáður af veikara kyninu, þar á
meðal hinni 26 ára gömlu Patriciu
Smythe — konu Adams.
Aður en Theresa lét úr höfn,
hafði George Blakely fengið
Patriciu lítið glas, með leiðbein-
ingum um hve mikið af innihald-
inu skyldi látið í mat Adams,