Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 51
ölduna, en lampinn í loftinu dinglaði til og frá, eftir veltum skipsins og lýsti upp hið breiða bros á veðurbitnu andliti hans, þegar hann horfði framan í Adam, með útrétta höndina: — Heilsaðu hinum nýja með- eiganda þínum, sagði hann ró- lega. Ferðin gekk að óskum, í með- byr næstu daga, en kvartanir Adams um magakrampa urðu tíðari. Kona hans fullyrti að þetta stafaði af breyttu mataræði og aðhann myndi vera orðinn full- frískur þegar komið væri til Diamondhöfða. Nú tók að draga úr hinum þægilega meðvindi og veður að lygna. Kl. 4 e.h. sjöunda dag ferðarinnar, skrifaði stýri- maðurinn í dagbókina, að Ther- esa M. Bower væri enn 1.000 sjó- mílur frá Honolulu. Fimm mínútum síðar heyrðist tryllingslegt öskur: — Eldur. Stýrimaðurinn þaut útá þilfar og sá reyk koma uppúr afturlest- inni. Augnabliki síðar komu eld- tungur upp um hlerana. Útsýnis- maðurinn beið ekki eftir fyrir- skipunum, en þaut til skipsbjöll- unnar og hringdi í ákafa, til þess að vara kojuvaktina, neðan þilja við, en þeir, sem voru á þilfari þustu til skipsbátanna til að koma þeim útbyrðis, sem þakka mátti snarræði stýrimannsins. Skip- stjórinn birtist nú skelfdur á skut- palli og skipaði að bátarnir skyldu staðsettir aftan við skipið og að öll áhöfnin skyldi grípa til vatnsfat- anna og ausa sjó á eldinn, vel vit- andi að brátt yrði hann án skips. Hann flýtti sér niður í skipið og lét krónómetirinn, sjókort og sex- tantinn í strigapoka, um leið og hann kallaði til Adams, sem var að koma upp stigann og sagði honum að grípa tvo litla vatns- kúta, sem geymdir voru í búrinu. Þá kæddist Trevers skjólgóðum frakka, sem var í kortaklefanum, kallaði aftur til Adams og sagði honum að ná í eitthvað af skjól- flíkum og koma konu sinni uppá þilfar í flýti, en sjálfur hraðaði hann sér upp stigann, með hin dýrmætu siglingatæki. Þegar eldurinn braust upp um lúgur afturlestar, sneri maðurinn við stýrið skipinu undan vindi, til þess að forðast hinn mikla hita á skutpallinum og lagði nú eldhafið fram eftir skipinu, alla leið fram á stefnisrá. Nokkrir menn,s em ver- ið höfðu fram á skipinu, höfðu þegar kastað sér í sjóinn, undan eldinum, en hinir afturá jusu sjó á hann, án árangurs. Seglin voru brunnin og skipið ferðlaust, en hélst með skutinn uppí vndinn. Trevers vissi að skipið myndi snúast uppí vind, þá og þegar, en þegar það skeði var þeim sem staddir voru á skutpalli, voðinn vís. Hann lét draga hina tvo báta að skutnum og skipaði öllum að yfirgefa skipið. Kl. 4.25 e.h. sökk skonnortan Theresa M. Bower í reykmekki, í öldur Kyrrahafsins, en skipshöfn- in hírðist í tveimur litlum bátu, á víðáttu hafsins. Skipsjullan, ásamt tíu feta flatbotna skipsbát, var venjulega komið fyrir á lúgu aft- urlestar, í langferðum, enda reiknaði George Blakely með því fyrirkomulagi, en í þessari ferð hafði veðrið verið svo sérstaklega gott, að Trevers skipstjóri hafði ákveðið að jullan skyldi hanga í davíðum á skut og stærri báturinn bundinn við lunninguna, fyrir framan akkerisvinduna. Þetta fyrirkomulag var hið eina, sem gerði skipverjum kleift að koma VÍKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.