Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 58
Sumir ferðamenn
ættu ekki að ferðast
Slæm hótel og vond þjónusta ekki ástæðan,
heldur er ferðamaðurinn sjálfur í annarlegu ástandi
Oft heyrist það hér á landi, að
fólk kvartar sáran undan hótelum,
sem það hefur dvalið á í sólar-
löndum. Það kvartar um slæman
aðbúnað og vistarverur.
Austurrískur geðlæknir, sem
rannsakað hefur andlegt ástand
ferðamanna í sólarlöndum, telur
að oft séu ásakanir þessar ekki á
rökum reistar, því oft sé ferða-
maðurinn í slæmu sálrænu ástandi,
einkum ef veður hefur verið slæmt
og ferðin hefur valdið honum von-
brigðum.
Oft er ferðamaðurinn þjáður af
„ferðataugabilun“, sem hann
nefnir svo, en læknirinn, sem
heitir Heinz Brokop og er pró-
fessor, hefur kannað nákvæmlega
450 slík tilfelli, eða óánægða
ferðamenn, sem flestir eru Þjóð-
verjar, en Brokop hefur rann-
sóknastofur sínar í Innsbruck í
Austurríki (Tirol).
Ferðamenn
í erfiðleikum
Prófessorinn telur að sjúkleg,
sálræn einkenni geti komið fram
þegar fólk breytir snögglega um
umhverfi, framandi aðbúnaður
eigi sína sök á örðugleikum
ferðamanna, sem ferðast erlendis,
en leiðindi og einmanaleiki eru
samt aðal ástæðan að mati pró-
fessorsins.
í vissum tilfellum eiga tilfinn-
ingar einsog heimþrá og ein-
manaleiki ástæðuna, því þær
valda mönnum þunglyndi, segir
hann, en prófessor Heinz Brokop
er um þessar mundir einn kunn-
mmv--
58
VÍKINGUR