Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 61
30 milljón farþegar
f apríl síðastliðnum var mikið
um dýrðir hjá Circle Line út-
gerðarfélaginu í New York, því þá
flutti félagið 30 milljónasta far-
þegann, en félagið hefur starfað
síðan árið 1945. Það hefur aðsetur
á bryggju 83 (Pier) í New York.
Það hefur jafnvel komið út-
gerðarmönnum Circle Lines á
óvart, hversu margir vilja ferðast
með skipunum sem eru níu talsins.
Miklu mun ráða, að sögn fróðra
manna, að það er einkar þægileg
aðferð til þess að kynnast New
York að sigla umhverfis Man-
hattan, en það gera skipin einnig.
Þá eru menn lausir við hina gífur-
legu strætaumferð, og jafnvel
New York búum finnst það þægi-
leg tilbreyting að sigla einn hring;
finnst það hvíld frá hinu stríðandi
borgarlífi.
Siglingaleiðin umhverfis Man-
hattan er 35 mílna löng. Bátarnir
hefja för sína á bryggju 83 á
Manhattan og sigla suður til
Hudson fljótsins og þar framhjá
Frelsisstyttunni, sem þykir ómiss-
andi að sjá fyrir þá sem heimsækja
New York. Þaðan er haldið fyrir
odda Manhattan og síðan siglt
norður Austurfljót og eTtir Har-
lem ánni og Kanalnum, og síðan
aftur á Hudsonfljótinu til þess
staðar er lagt var frá í upphafi
ferðarinnar.
Á leiðinni er siglt undir 20 brýr
og leiðsögumaður skýrir frá helstu
byggingum og sögufrægum stöð-
um.
Farþegar geta keypt veitingar
um borð og þægileg aðstaða fyrir
ferðamenn er um borð í ferjunum
níu.
Um sumartímann eru ellefu
ferðir farnar á degi hverjum og
kostar farið um tvö þúsund krón-
ur fyrir fullorðna, börn greiða
hálft gjald. Ferðahópar geta feng-
ið sérstakan afslátt.
Lausn á
sídustu
krossgátu
XIII L V
■F fí N 6 1 > i > B
L E 1 T fl N D I
3 1 L fl P y L
fl T I Ð fl F fl
N 1 Ð I- ►fl L U
H F\ V í ■R S T 0 I N
U fl V G V 1 A S T fl N s fl
£ I W R Á P fl' fl' L * s
K N fl' U L L U L T u M
K U N N fl R l 'fl R A £
«3 fl fl R 8 £ 1 P fl N D I
fl F R fl U T T fí N fl' s
Æ P 1 N N ú I N N P 'fl R 1
U R I N N N fl U M fí R N
R u £> fl fl' N R 6 N I N N
M fl í> U R fl' L fl N N A
ir R ■R R M L R fí 6Í fl'
a K fl M T I fl' N r L A
s R N N U K 6 L I P N fl ■R
s L- fl' JL á N H fl R P U R
VÍKINGUR
61