Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 8
Breyting á lögum um lífeyrissjóö sjómanna:
Lífeyrisréttur sjómanna stórbættur
í þinglok nú í vor var samþykkt
breyting á lögum um lífeyrissjóð sjó-
manna, þar sem lögbundin eru ákvæði
þau um lífeyrisrétt sjómanna, sem
samtök þeirrá hafa barist fyrir á und-
anfömum árum. Ber þar hæst, að allir
sjómenn eiga nú aðildarrétt að sjóðn-
um, iðgjaldagreiðslur bátasjómanna
ákvarðast af umsömdum launahækk-
unum þeirra, og síðast en ekki síst, er
nú kveðið á um það í lögunum, að
sjómaður skuli njóta óskerts lífeyris
er hann hefur náð 60 ára aldri, eða
starfað í 25 ár til sjós. Samningamenn
sjómannasamtakanna hafa átt við
ramman reip að draga að knýja fram
þær endurbætur sem nú eru orðnar að
lögum, enda engin stétt í landinu eins
dreifð milli landsbyggðalífeyrissjóða
og fyrirtækjasjóða og sjómenn. Má
segja, að með gildistöku þessara laga
hafi miklu réttlætismáli verið komið í
höfn, og sérstaða sjómannastéttar-
innar viðurkennd að fullu hvað varðar
starfsálag með tilliti til lífeyrisréttar.
Eru sjómenn hvattir til að kynna sér
vel ákvæði þessara laga, en helstu
breytingarákvæði þeirra eru birt á
næstu síðu.
í eftirfarandi grein ritar Ingólfur
Ingólfsson um lagabreytinguna og að-
draganda hennar, en Ingólfur hefur,
sem kunnugt er, unnið að lífeyris-
sjóðsmálum fyrir hönd F.F.S.I. í f jölda
ára.
Ingólfur Ingólfsson:
Brýn nauðsyn tíl
sameiningar í einn sjóð
Á undanförnum árum hefur það
verið eitt mesta baráttumál forustu-
manna F.F.S.Í. að fá viðurkennda
sérstöðu sjómanna í lífeyrismálum og
nauðsyn þess að tryggja þeim rétt til
töku lífeyris við lægri aldursmörk en
þau sem almennt gilda fyrir aðra
launþega.
Fyrir þá, sem ekki þekkja til sjó-
mennsku og starfsaðstöðu sjómanna
er rétt að taka fram, að til algjörra
undantekninga telst, að sjómönnum
endist starfsþrek fram yfir sextugs-
aldur, og því algjörlega óraunhæft
að miða lífeyrisaldur þeirra við 67 eða
70 ára aldur. Þessar staðreyndir eru
löngu viðurkenndar hjá nágranna-
þjóðum okkar, sem við sækjum helst
fyrirmyndir til.
Það var því sérstakí fagnaðarefni
samtökum sjómanna, þegar ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar gaf sam-
tökunum fyrirheit um það, haustið
1978, að unnið skyldi á vegum ríkis-
stjórnarinnar að raunhæfum úrbót-
um lífeyrismála sjómanna með
breyting á lögum um alm. tryggingar,
sem tryggðu sjómönnum rétt til töku
8
lífeyris án skerðingar, við 60 ára
aldur og að loknum 25 ára starfstíma
sem sjómaður. Samsvarandi breyting
skyldi og gerð á lögum um lífeyrissjóð
sjómanna.
Ekki reyndist vandkvæðum bundið
að ná samkomulagi um þær breyt-
ingar sem heitið hafði verið á alm.
tryggingalögunum. En þegar kom að
því að breyta lögum um Lífeyrissjóð
sjómanna sló heldur í bakseglið.
Málið var saltað og ekkert gekk fyrr
en á sl. vetri að knúin var fram ný
yfirlýsing frá núverandi ríkisstjórn við
undirritun kjarasamninga farmanna í
byrjun desember.
í kröfum sambandsins var lögð
áhersla á eftirfarandi atriði til breyt-
ingar á lögum um Lífeyrissjóð sjó-
manna:
1. Ákvæðum um aðild að Lífeyris-
sjóði sjómanna yrði breytt þannig
að allir sjómenn yrðu aðilar að
honum og því aðeins heimild til
aðildar að öðrum sjóðum, að við-
komandi sjóður skuldbindi sig til
að veita ekki lakari lífeyrisréttindi
en Lífeyrissjóður sjómanna.
Þessi krafa var reist á þeirri stefnu-
yfirlýsingu sjómannasamtakanna frá
1969, að allir sjómenn skyldu tryggðir
í einum lífeyrissjóði, en þá var knúinn
fram í samningum réttur bátasjó-
manna til aðildar að sjóðnum.
En vegna krafna frá félögum í
tveim byggðalögum um sérsjóði var
horfið frá þeirri stefnu, að allir skyldu
tryggðir í einum sjóði. Þetta leiddi svo
til þess, að með tilkomu hinna fjöl-
mörgu landshlutasjóða eru sjómenn
tryggðir í tugum sjóða og mun engin
stétt jafn dreifð innan þess myrkviðis,
sem nær 100 lífeyrissjóðir í landinu
mynda. Og er því augljóst, að í öllum
sjóðum eru sjómenn í algjörum
meirihluta og því óhugsandi að sér-
staða þeirra hljóti viðurkenningu
innan þeirra, enda þegar komin á það
nokkur reynsla. Hins vegar er hvar-
vetna mikill áhugi fyrir lífeyrisið-
gjöldum og er hann í öfugu hlutfalli
við áhuga og vilja forráðamanna
VÍKINGUR