Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 15
Naktar kvinnur
og næturljómi
— Fariö frá boröi í Everett USA
Ágústkvöldið leggst yfir hafnar-
bæinn Everett hjá Boston skyndi-
lega eins og svört blæja í þann
mund er allir halda heim til sín að
loknum vinnudegi. Eina lífs-
markið við kajann er að finna hjá
svertingjanum sem kemur klukk-
an átta og á vakt við skipið yfir
nóttina. Hann situr hokinn undir
stýri á bíl sínum, með hnén
skorðuð við mælaborð ogið og
reykir. Glóðin í sígarettunni lýsir
upp blakkt andlit hans þegar hann
dregur að sér reykinn. Ég þekki
manninn ekki, en mig grunar að
nóttin í manntómu hverfi við ís-
lenskt skip verði honum löng. Ég
rölti upp á próminaðið í rakri
hitamollunni og horfi yfir til
Boston þar sem skýjakljúfarnir
trana sér upp í næturhimininn
með ljósadýrð og lofa mannlífi. I
sjálfri Everett er allt dautt.
Guðjón loftskeytamaður segir
mér frá því hvernig risastór hrað-
braut sem gnæfir hátt yfir þorpinu
varð til þess að ráða örlögum þess.
Hér var áður blómleg pólakka-
byggð, pólskir innflytjendur
flykktust til Everett og þótti gott
að búa hér innan um pólska siði
og hugsunarhátt — hér var hægt
að tala móðurmálið og drekka
pólskan bjór og rabba saman um
heimalandið úti á verönd eftir
vinnu á kvöldin. En svo spennti
risahraðbrautin krumlu sína yfir
Everett og draumurinn um nýja
Pólland varð að engu undir
skugga hennar: allur bisness þaut
yfir bæinn í þær áttir sem hrað-
brautir liggja og Everett varð að
VÍKINGUR
bæ pakkhúsanna, gluggalausra
gímalda sem eru umbúðir utanum
umbúðir varnings, sem trukkarnir
dreifa víðsvegar um þetta stóra
land. Þessi varningur er líka ís-
lenskur fiskur, og því liggur Sel-
foss hér við bryggju og lætur dæla
ísköldum verðmætunum úr iðrum
sér.
Niðrí messa eru menn komnir á
betri buxurnar og farnir að dreypa
á dönskum bjór. Við tökum í spil,
og þeir sem eru svo heppnir að
vera ekki á vakt ræða hvert halda
skuli. Everett er dauð fyrir utan
eina búllu, þar sem vörubílastjór-
amir á stóru trukkunum koma
saman á kvöldin og horfa á ungar
stúlkur fara úr fötunum; kannske
væri gaman að fara þangað, og
kíkja á, og síðan til Boston síðar
um kvöldið ef vel viðrar og ævin-
týraþráin kviknar í mönnum. Svo
förum við frá borði nokkrir í hóp,
allir frískir og ungir, eða að
minnsta kosti unglegir í andanum
núna á þessum framandi slóðum
og þræðum leið okkar til búll-
unnar framhjá pakkhúsunum yfir
svo mikið malbik að duga mundi
hálfleiðina til Akureyrar. Allt í
kringum búlluna, sem ber nafnið
Vopnakista Artúrs konungs hafa
trukkararnir skilið eftir farkosti
sína: tveggja mannhæða há ferlíki
með talstöðvum og margtóna
lúðrum og svo mörgum og stórum
dekkjum að hluthafar í Goodyear
og Firestone geta sofnað með
sigurbros á vör í nótt og næstu
nætur. Þeir sem stýra þessum
tækjum eru þjóðflokkur útaf fyrir
sig. Þeir eru alltaf á leiðinni, eins
og sumum hjörtum lætur best, og
þeir eru síðustu landvinninga-
menn og kábojar þessa mikla
lands rúllað saman í eitt. Sumir
þeirra eru þekktir fyrir að geta
ekið sólarhringunum saman á
engu nema kaffi og pepptöflum,
og þeir hlusta á sína tregablöndnu
trukkamúsík á meðan þeir þeysast
eftir asfalteyðimörkinni milli
vinja. Þetta villta vesturs líf heillar
marga og ég hlakka ekki síður til
að sjá þá en stúlkurnar sem hátta
sig þegar við göngum inn í
kóngabláan búllusalinn og þreif-
um okkur áfram til sætis í dimm-
unni við heljarlangt u-Iaga borð.
Bílstjórarnir sitja allt í kringum
okkur yfir öli, og skyndilega veit
ég að bíómyndirnar sem ég hef
séð um þá eru sannar: Þeir líta út
eins og trukkarar og hafa sömu
taktana og trukkaramir á breið-
tjaldinu. Einkennisklæðnaður
þeirra eru leðurstígvél, sum hver
fagurlega skreytt, þröngar dökk-
bláar gallabuxur og litríkar skyrt-
ur með stórum perlumóður-
hnöppum. Sumir eru með
kúrekahatta, sem virðast sitja
meira á hvirflinum en höfðinu.
Þeir halla sér frá borðinu, sumir
gleiðir, sumir hvíla ökla á öðru
hnénu, og nú, þegar gulur bjórinn
glitrar í glösunum og mjaðma-
grindartónlist berst frá segul-
bandinu, horfa þeir fram fyrir sig
á sviðið, þar sem stúlka af
japönskum ættum stendur hreyf-
ingarlaus.
Við horfum þangað allir. Þeir
15