Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Síða 25
Benedikt Alfonsson: Tækninýjungar Litaskjár í stað pappírs. Er bergmálsdýptarmælar komu fyrst fram, voru þeir aðeins tæki til að mæla dýpið. Fljótlega kom í ljós að fleira gaf endurvarp (berg- mál) en botninn einn. Meðan svo- nefndir neistamælar voru við lýði var erfitt að gera sér grein fyrir hvað þetta var. Með tilkomu pappírsmælanna mátti sjá meira og minna dökka punkta eða svæði fyrir ofan botninn. Þetta voru kallaðar lóðningar. í flestum til- vikum voru lóðningarnar endur- vörp frá fiski og menn fóru nú að hagnýta sér dýptarmælinn í aukn- um mæli við veiðar. Sumir skipstjórar hafa náð mikilli leikni í að greina á milli fisktegunda með því að athuga lóðningarnar á pappírnum. En það tekur langan tíma að öðlast þá hæfni er tækni af þessu tagi krefst. JRC (Japan Radio Co., Ltd.) hefur nú hafið framleiðslu á dýpt- armælum sem auðveldar grein- ingu lóðninga. Bylting á þessu sviði segja framleiðendur. Mælar þessir nefnast JFV-116, JFV-117, JFV-316 og JFV-516. Skjár litadýptarmælis þar sem dýptar kvarðinn er í miðjunni, en litakvarðinn (Color Sample) til hægri. Litbrígði gefa til kynna fisktegund eða botngerð. Á venjulegum dýptarmæli þ.e. þar sem penni ritar lóðningar nið- ur á pappír er í mesta lagi hægt að greina 4 mismunandi tóna eða skugga í lóðningunni. Hvemig skuggamir liggja gefur til kynna fisktegundina og hvemig torfan er þykkust. Dýptarmælirinn sem JRC framleiðir og áður er nefndur hefur Iitskjá í stað pappírs. Þeir sem hafa næmt litskyn geta greint allt að 16 litbrigði. Alla þessa liti er hægt að kalla fram á skjáinn sem einskonar litrófskvarða (Color Sample). Á þessum kvarða, sem liggur lóðréttur á skjánum, er neðsti liturinn fyrir sterkasta end- urvarpið, en sá efsti fyrir það veikasta sem mælirinn nemur. Sem dæmi má nefna að harður botn (mikið grjót) mundi alltaf vera dökkrauður en það er neðsti JFV-116 litdýptarmælirinn. Það er ekkert sem snýst, engin pappírseyðsla. VÍKINGUR 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.