Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Síða 39
Oft voru hvalimir stærri en bátamir. grindumar, öðru hvoru sást sporður eða höfuð koma upp úr eldrauðum sjónum. Hver hvalur- inn á fætur öðrum var dreginn buslandi á land. Sumir á bátun- um kræktu í þá og reyndu að teygja sig út fyrir borstokkinn og skera. Færeyingarnir voru orðnir óðir. Maður um borð í litlum hvítum árabát hafði krækt í hval sem tók á rás með bátinn. Tveirfullorðnirog tveir drengir voru um borð og ríg- héldu í spottann. Báturinn sví- hallaði, kastaðist til og skall utan í aðra báta. Annar drengur flúði fram í stafn. Menn í öðrum bátum stungu hvalinn sem djöflaðist svo að komu boðaföll. Eitt skiptið kom hvalurinn hálfur upp úr og stangaði bát svo glumdi í og kliður heyrðist frá áhorfendaskaranum. Oft munaði hársbreidd að iitli báturinn færi á hliðina en alltaf héldu mennirnir í spottann. Ég hitti mann sem talaði ís- lensku og við tókum tal. Hann hafði svart liðað hár, frekar stór- gerður í andliti og angaði af tann- læknalykt. „Einu sinni stangaði grind bát svo gat kom, en mennirnir héldu henni fastri svo báturinn sykki myndir. Færeyingar höfðu vaðið út í, með kaðal á milli sín og fremsti maður hélt á krók. Fremsti maðurinn hjó króknum í særðan hval sem mannaflinn dró upp í flæðarmálið. Annar dró stóran hníf úr tréhulstri og skar rétt aftan við öndunaropið, þegar hvalurinn var rólegur í augnablik. Blóð sullaði úr sárinu og stórt gat opn- aðist. Ég titraði og skalf af spenn- ingi og var of æstur til að finna til. Auðvitað var filman búin þegar mest gekk á. Erlendir atvinnuljós- myndarar óðu um, pollar stóðu út í og fylgdust með. Mér sýndist annar hver maður vera með myndavél. Mennirnir í bátunum stungu Eldri maður sker hval til ólífis. VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.