Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Page 51
um. Það hafa ein þrjú, fjögur rannsóknarskip sprungið í loft upp vegna þessa, þetta var orðið ansi hættulegt starf. Þá vorum við með gas í flöskum og Ieiddum það í slöngum niður í vatnið, og skut- um því svoleiðis, um leið og það kom út í vatnið þá sprakk það. Svona hefur þetta þróast, þannig að nú eru þeir komnir út í þessar loftbyssur. Þær eru mjög einfald- ar, gera alveg sömu hluti. Ein byssa nægir okkur alveg niður í fimm þúsund fet. Við erum með tvær byssur núna, og það er áætlað að við getum skoðað tíu þúsund fet niður í jarðlögin, sem er alveg nóg fyrir svona for- rannsóknir. Ingólfur: Þetta eru þá berg- málsmælingar? Sigurður: Já, þetta er ekkert annað. Þetta kemur allt á þessa mæla okkar þarna uppi og þeir eru alveg feiknalega nákvæmir, þeir taka allan mismun og þú sérð alveg jarðlögin þegar þú horfir á þetta. Annars fáum við aldrei neinar skýringar á því hvar líklegt sé að eitthvað sé undir. Það er ekki gefið út hér um borð. Þetta er allt sett á segulband, og það er allt tekið upp sem við gerum. Þetta er Birgir Hclgason annar aðaleigandi. VÍKINGUR Jens Sigurðsson (Þorsteinssonar) í vélarrúmi Alberts. meira að segja allt í sambandi við „navigasjónina" uppi í brú. Það er allt sett inn á sama segulbandið. Kannski sjómenn á íslandi hafi áhuga á því hvernig „navingasjón- in“ fer fram. Ingólfur: Já, skýrðu frá því. Sigurður: Þannig er það að við höfum eiginlega vegakort í brúnni, sem er sent út af tölvu inn í loftskeytaklefanum. Við mötum hana með fimm mismunandi upplýsingum. og út úr þeim vinnur hún síðan staðar- ákvörðun. Talvan notar allar þær upplýsingar sem hún fær til þess að vinna úr þeim sem nákvæm- asta staðarákvörðun. En það er svo hlægilegt, að ef við missum rafmagnið í meira en hálftíma, þá gleymir hún öllu sem hún er búin að læra og við verðum að þjálfa hana upp aftur. Þetta er hálfgert viðundur. En við erum með OMEGA og við erum með SATELITE NAVIGATION og svo erum við með ARCAS NAVIGATION sem er „prívat“. Það eru landsstöðvar sem eru settar upp af fyrirtækinu sem við vinnum fyrir, í samvinnu við ríkið. Það verður t.d. að leigja fyrir þær landssvæði til þess að framkvæma þetta. Þær draga ekki nema 100—200 mílur, en eru það ná- kvæmasta sem við höfum. Ef við erum í meira en 150 mílum á nóttinni, getum við ekki notað hana og verðum þá oft að láta reka af þessum ástæðum. Þetta verður að vera svo nákvæmt að miðja skipsins verður að vera innan við þrjú fet á jarðkringlunni af þeim stað sem við gefum upp. 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.