Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Page 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Page 57
Skólaslit Stýrimanna- skólans í Reykjavik Stýrimannaskólanum í Reykja- vík var slitið í 90. sinn föstudaginn 22. maí. Að þessu sinni voru óvenju margir gestir viðstaddir skólaslit. í upphafi minntist skólastjóri, Jónas Sigurðsson, þeirra sjómanna er látist höfðu á skólaárinu. Að því loknu gaf hann yfirlit yfir starfsemi skólans á skólaárinu. Alls voru í skólanum 150 nem- endur þegar flestir voru. Af þeim voru 3 stúlkur. Á ísafirði starfaði 1. stigs deild í tengslum við Iðn- skólann þar og sóttu hana 8 nem- endur. Utan venjulegrar stunda- skrár voru haldin nokkur nám- skeið við skólann og auk þess fengu nemendur skólans að fylgj- ast með aðgerðum á slysadeild Borgarspítalans. Ennfremur fóru nemendur 2. og 3. stigs æfinga- ferðir með varðskipum ríkisins. Prófi 1. stigs luku 56 nemendur auk 6 á ísafirði. Prófi 2. stigs luku 55 og 3. stigs 34. Efstur á prófi 3. stigs var Páll Ægir Pétursson, 9.87 og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipafél- ags íslands, farmannabikarinn. Efstur á prófi 2. stigs var Þórður Örn Karlsson, 9.71. Hlaut hann verðlaunabikar Öldunnar, Öldu- bikarinn. Landssamband ís- lenskra útvegsmanna veitti verð- laun fyrir hæstu einkunn í sigl- ingafræði, fiskimanni á 2. stigi, og hlaut þau Þórður Öm Karlsson, klukku með loftvog. Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra hlutu eftirtaldir nem- endur. Á 3. stigi: Ágúst A. Ragn- arsson, Jón Elíasson og Páll Ægir Pétursson. Á 2. stigi: Daði Jó- hannesson, Gunnar Júlíusson, Ólafur Haraldsson, Pétur M. Pét- ursson, Sigurður Ólafsson, Þórður Öm Karlsson og Þorsteinn Jafets- son. Danska sendiráðið veitti bókaverðlaun fyrir góða frammi- stöðu í dönsku þeim Ágústi A. Ragnarssyni, Daða Jóhannessyni og Gunnari Júlíussyni. Auk þess veitti skólinn Guðmundi Bárðar- syni, formanni skólafélagsins, bókaverðlaun fyrir störf í þágu nemenda og skólans. Eftir afhendingu skírteina og verðlauna ávarpaði skólastjóri nemendur og lagði áherslu á þá ábyrgð og skyldur sem skipstjórn- arstarfi fylgja. Auk þess minntist hann 90 ára starfsferilsskólans, brautryðjendanna, skólastjóra skólans og kennara og þeirra tímamóta sem stofnun skólans markaði í þjóðlífinu. Ráðuneytisstjóri Menntamála- ráðuneytisins, Birgir Thorlacius, flutti ávarp, minntist 90 ára af- mælis skólans, flutti kveðjur menntamálaráðherra og bók að gjöf til Jónasar Sigurðssonar skólastjóra sem nú er að láta af skólastjórn sökum aldurs. Þakkaði hann Jónasi ágætt starf í þágu skólans. Jónas svaraði og þakkaði ágætt samstarf við ráðuneytið á liðnum árum og sérstaklega þátt ráðuneytisstjóra við að efla tækja- kost skólans. Frú Þóra Havsteen færði skól- anum uppstoppaðan fálka sem sonur hennar, Júlíus B. Havsteen, hafði átt. Júlíus lauk farmanna- prófi frá skólanum 1968 en lést 18. maí 1977, þá 34 ára. Ari Jónsson hafði orð fyrir 40 57 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.