Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Qupperneq 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Qupperneq 57
Skólaslit Stýrimanna- skólans í Reykjavik Stýrimannaskólanum í Reykja- vík var slitið í 90. sinn föstudaginn 22. maí. Að þessu sinni voru óvenju margir gestir viðstaddir skólaslit. í upphafi minntist skólastjóri, Jónas Sigurðsson, þeirra sjómanna er látist höfðu á skólaárinu. Að því loknu gaf hann yfirlit yfir starfsemi skólans á skólaárinu. Alls voru í skólanum 150 nem- endur þegar flestir voru. Af þeim voru 3 stúlkur. Á ísafirði starfaði 1. stigs deild í tengslum við Iðn- skólann þar og sóttu hana 8 nem- endur. Utan venjulegrar stunda- skrár voru haldin nokkur nám- skeið við skólann og auk þess fengu nemendur skólans að fylgj- ast með aðgerðum á slysadeild Borgarspítalans. Ennfremur fóru nemendur 2. og 3. stigs æfinga- ferðir með varðskipum ríkisins. Prófi 1. stigs luku 56 nemendur auk 6 á ísafirði. Prófi 2. stigs luku 55 og 3. stigs 34. Efstur á prófi 3. stigs var Páll Ægir Pétursson, 9.87 og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipafél- ags íslands, farmannabikarinn. Efstur á prófi 2. stigs var Þórður Örn Karlsson, 9.71. Hlaut hann verðlaunabikar Öldunnar, Öldu- bikarinn. Landssamband ís- lenskra útvegsmanna veitti verð- laun fyrir hæstu einkunn í sigl- ingafræði, fiskimanni á 2. stigi, og hlaut þau Þórður Öm Karlsson, klukku með loftvog. Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra hlutu eftirtaldir nem- endur. Á 3. stigi: Ágúst A. Ragn- arsson, Jón Elíasson og Páll Ægir Pétursson. Á 2. stigi: Daði Jó- hannesson, Gunnar Júlíusson, Ólafur Haraldsson, Pétur M. Pét- ursson, Sigurður Ólafsson, Þórður Öm Karlsson og Þorsteinn Jafets- son. Danska sendiráðið veitti bókaverðlaun fyrir góða frammi- stöðu í dönsku þeim Ágústi A. Ragnarssyni, Daða Jóhannessyni og Gunnari Júlíussyni. Auk þess veitti skólinn Guðmundi Bárðar- syni, formanni skólafélagsins, bókaverðlaun fyrir störf í þágu nemenda og skólans. Eftir afhendingu skírteina og verðlauna ávarpaði skólastjóri nemendur og lagði áherslu á þá ábyrgð og skyldur sem skipstjórn- arstarfi fylgja. Auk þess minntist hann 90 ára starfsferilsskólans, brautryðjendanna, skólastjóra skólans og kennara og þeirra tímamóta sem stofnun skólans markaði í þjóðlífinu. Ráðuneytisstjóri Menntamála- ráðuneytisins, Birgir Thorlacius, flutti ávarp, minntist 90 ára af- mælis skólans, flutti kveðjur menntamálaráðherra og bók að gjöf til Jónasar Sigurðssonar skólastjóra sem nú er að láta af skólastjórn sökum aldurs. Þakkaði hann Jónasi ágætt starf í þágu skólans. Jónas svaraði og þakkaði ágætt samstarf við ráðuneytið á liðnum árum og sérstaklega þátt ráðuneytisstjóra við að efla tækja- kost skólans. Frú Þóra Havsteen færði skól- anum uppstoppaðan fálka sem sonur hennar, Júlíus B. Havsteen, hafði átt. Júlíus lauk farmanna- prófi frá skólanum 1968 en lést 18. maí 1977, þá 34 ára. Ari Jónsson hafði orð fyrir 40 57 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.