Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 6
Kolmunnaveiðar Eldborgar Þegar þetía birtist er Eldborg HF 13 væntan- lega á kolmunnaveiðum í hafi milli íslands og Fœreyja. Sá afli, sem Eldborg aflar, verður unn- inn um borð, í marning og flök. Eigendur Eld- borgar hafa þegar gert samning um að selja af- urðirnar til fyrirtœkja í Bretlandi og ef sœmilega aflast, á útkoman af þessum veiðum að geta orðið góð. Það er vel ef þessi tilraun hjá Eldborgarmönn- um blessast. Frá því að loðnan brást hefur Eld- borg ogfleiri loðnuskip engin verkefni haft, en því miður er það svo að sárafá önnur loðnuskip hafa tök á að stunda kolmunnaveiðar og vinna aflann um borð. Astœðan er ekki beint stærð skipanna, heldur miklu fremur, að vélarkraftinn vantar. Við kolmunnaveiðarþarf gífurlega vélarorku ogþurfa vélar skipanna að vera um 3000 hestöfl ef vel á að ganga við veiðarnar. Hins vegar má búast við að fleiri hafi áhuga á kolmunnaveiðunum, ef vel gengur hjá Eldborgu og þá víla menn vartfyrir sérað setja stærri vélar í skipin. Skip eins og Sigurður og Víkingur eiga töluverða möguleika á þessu sviði, svo dæmi séu 6 nefnd. Það er svo annað mál, að oft hefur það viljað bera við hjá okkur íslendingum, að ef vel gengur hjá einum, þá þurfa allir aðrir að fara út í það sama. Hætt er við að markaður fyrir kol- munnaafurðir sé ekki það stór í Evrópu, að það borgi sig fyrirfleiri en 4 til 5 skip að stunda þessar veiðar á nœstunni. Ef margir aðilar fara út i þennan rekstur er hætt við, að markaðurinn verði þá ofmettur, sem aftur þýðir síðan verðfall á af- urðunum. Tvö færeysk skip hafa stundað kolmunnaveið- ar og vinnslu um borð undanfarin tvö ár og hefur árangur þeirra á veiðunum verið mjög góður. Eáar veiðar hafa reynst arðbærari í Færeyjum. Það erþví margt sem bendir til að íslendingar geti náð góðum árangri á kolmunnaveiðum á nœstu árum, það er að segja ef aflinn er unninn um borð. Þá er það ekki magnið sem ræður úrslitum, held- ur gæði afurðanna. Nú þarf ekki lengur að kepp- ast við að fá 300 til 400 tonn á sólarhring, 40 tonn nægja til að halda vinnslunni í gangi hinar 24 klukkustundir sólarhringsins. Þ.Ó. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.