Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Síða 7
Hringborðsumræður um gæðamálin: „Hver og einn geri sér grein fyrir sínu hlutverki” — Starfsemi Framleiðslueftirlitsins verði ekki aukin Eftir því sem samkeppni hefur aukist í helstu fiskmarkaðslönd- um íslendinga, verður mönnum sífellt tíðræðnara um gæði íslenzka fisksins. Fram á síðustu ár hafa menn staðið í þeirri meiningu, að íslenzki fiskurinn hafi borið af hvað varðar gæði og hafa menn getað sagt það með nokkru sanni, enda hafa kaupendur verið til- búnir að greiða hærra verð fyrir fisk frá Islandi en frá öðrum löndum. Nú hefur það hins vegar gerst, að framleiðendur í sam- keppnislöndunum hafa aukið gæðin, um leið og þeir bjóða fisk- inn á lægra verði, en við getum. Á sama tíma eru menn sammála um að gæði íslenzka fisksins hafi ekki aukist, þeim hafi frekar hrakað. Víkingur efndi til hringborðs- umræðna um gæðamálin á dög- unum og þar kemur meðal annars fram að menn hafa áhyggjur af versnandi hráefni og mörgum öðrum atriðum. Það kom í ljós í umræðunum, að helmingur þess netaafla sem barst á land á síðast- liðinni vetrarvertíð fór í 2. og 3. gæðaflokk og þannig mætti lengi telja. Þeir sem tóku þátt í umræðum Víkings um gæðamálin eru þeir Hjalti Einarsson (HE), frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Haf- þór Rósmundsson (HR) frá Sjó- mannasambandi íslands, Halldór Þorsteinsson (HÞ) frá sjávar- afurðadeild Sambandsins, Jónas Bjamason (JB) frá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, Þorsteinn Jóhannesson (ÞJ) frá Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda, Ing- ólfur S. Ingólfsson (II) frá Far- manna- og fiskimannasambandi íslands og Þorleifur Ólafsson rit- stjóri Víkings, sem stjórnaði um- ræðunum. J.B.: Ég er í litlum vafa um, að það er aukin ábyrgð einstakra framleiðenda og samtaka þeirra almennt, að þeir hugsi meira um gæðin heldur en verið hefur og um leið gæðastjómun og gæða- stýringu í sínum fyrirtækjum. En þáttur í því, að þeir geti það, er að það séu til almennt betri vörulýs- ingar, betri lýsingar á gæðamati til þess að einstakir framleiðendur og allir þeir, sem koma við sögu, sjó- menn einnig, viti betur en nú er hvað það er í raun og veru sem veldur skakkaföllum varðandi gæðin við hráefnisöflun, sem og í úrvinnslu. Mér sýnist að fólk geri sér ekki alveg nógu vel grein fyrir því, hvaða þættir það eru i vinnslunni sem vanda þarf, þess vegna er nauðsynlegt að upplýsa allt starfs- fólk sem í fiskiðnaði vinnur og sjó- menn um þau atriði, sem valda gæðarýmun. H.E.: Þar sem við erum hér á vegum Sjómannablaðsins Vík- ings, en það blað er kannski mest lesið af sjómönnum, geri ég ráð fyrir að ætlast sé til að við ræðum hlutverk sjómanna. Ég vil þó strax í upphafi segja það, að ýmsir þættir í fiskvinnslunni í landi eru í ólagi, mega betur fara, og ég vil ógjarnan deila frekar á sjómenn en landverkafólk. VÍKINGUR 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.