Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 8
Hópurinn, scm tók þátt í umræðunum, talið f.v.: Hafþór Rósmundsson, Þorsteinn Jó- liannesson, Halldór Þorsteinsson, Þórleifur Ólafsson, Jónas Bjarnason, lngólfur S. Ingólfsson og Hjalti Einarsson. Ljósm.: Jóhannes Long. Varðandi það sem snýr að út- gerð og sjómönnum hefði ég gjarnan viljað sjá styttingu á úti- vistartíma togskipa. Á síðustu ár- um, a.m.k. eftir að skuttogara- væðingin hófst, hefur hlutur úti- leguskipa aukist, áður fyrr kom stærri hluti aflans af dagróðrabát- um. Að mínu mati er þetta skref aftur á bak í landi, sem hefur „fiskimiðin við bæjardyrnar.“ Til frystingar hefði ég viljað reyna níu daga reglu, fiskur yrði að vera kominn í frost innan 9 daga frá veiði, til dæmis. Þá hefði ég viljað sjá víðtækari dagmerk- ingu afla - hefði viljað eiga að- gang að skrá í vinnslustöðvum yfir veiðidag þess fisks sem í vinnslu fer hverju sinni. Sums staðar eru dagmerkingar í ágætis Iagi, sums staðar eru þær engar. Dagmerk- ingar eru mikilvægar upplýsingar fyrir vinnsluna. Blóðgun og slæg- ing er ekki alls staðar í lagi, það vita allir sjómenn. Sums staðar reyna menn að flýta fyrir sér með því að slægja strax að blóðgun lokinni, annars staðar er blóðgað í blóðgunarker. Ég hefði enn frem- ur viljað sjá breytt vinnubrögð ferksfiskmatsmanna, þeir eru að verða nánast þjónar verðlagning- 8 arkerfisins eða Verðlagsráðs. Samkvæmt lögum og reglugerð- um er þeirra hlutverk ekki síður að beina fiski frá þeirri vinnslu, sem hann hentar ekki í, og í þá vinnslu sem getur tekið við til dæmis frá frystingu í skreiðar- verkun ef hráefni er ekki nógu gott. Þá held ég líka að verkstjórar og matsmenn vinnslustöðva ættu að beita meiri sjálfsaga við val á hrá- efni í vinnslu en þetta snýr nú að fiskvinnslunni en ekki sjómönnum. Ekki hægt að framleiða góða vöru úr ónýtu hráefni Þ.J.: Ég get tekið undir það sem fram er komið. Spurningin er hvað er hægt að laga, og ég tel að hægt sé að laga mikið. En við þurfum þá að byija á byrjuninni og þá á ég við að þegar við drög- um fisk úr sjó, að hann sé ekki eyðilagður strax, því ekki er hægt að framleiða góða vöru úr ónýtu hráefni eða hráefni sem búið er að skemma. Hjalti kom að vísu inn á þetta, en átti þá frekar við togara- afla. Það vill nú svo til að við erum einnig með bátaafla og sá afli er nokkuð drjúgur og þess vegna legg ég áherslu á það, hvort sem um togara eða bát er að ræða, að við högum okkur þannig með hráefnið, að það sé ekki eyðilagt með fyrstu handtökunum. Þetta atriði snýr að sjómönnunum. En það má heldur ekki gleyma ábyrgð þeirra sem verka fiskinn og á ég þá bæði við verkafólkið og framleiðandann. Hin síðari ár hefur alltaf einhverjum verið kennt um galla á okkar vöru eða trassaskap og í því dæmi er kan- nski best að hafa eins og karlinn, „að hafa strákinn með í förinni“. Ég held að við ættum að snúa þessu dæmi við og láta þann sem skapar ólukkuna bæta fyrir það með einhverju móti. í sambandi við þá þróun sem orðið hefur við fiskveiðar og vinnslu á undanfömum árum, má benda á, að þar er hver sjálfum sér næstur. Það er staðreynd að á síð- ustu árum hefur þróunin orðið mikil á mörgum sviðum, en því miður hefur ekki allt orðið til bóta. Og það hefur heldur ekki verið athugað hvað úrskeiðis hef- ur farið í þeirri þróun og því er það margt sem við þurfum að gæta að. Sem dæmi má nefna skuttogarana. Það þótti viðburður ef gömlu togaramir drógu trollið lengur en 2 klukkustundir, þeir tóku fiskinn innfyrir í pokum sem vógu kannski eitt tonn, í hæsta lagi hálft annað tonn. Nú er ekki verið að hífa trollið inn í eins tonns pokum, það er jafnvel híft inn í 50—60 tonna pokum. Allir sem vilja sjá, geta séð hvað þama er að gerast. Það eru ekki bara togaramir inn í þessu slæma dæmi. Það eru líka til bátar með net og ef við lítum á þá þróun sem orðið hefur á netaveiðum, þá kemur í ljós að hráefnið frá neta- bátum hefur ekki batnað. Hráefnisgæðin erfiðust H.Þ.: Það sem mér hefur fund- ist vera það versta í sambandi við VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.