Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 10
mesti þátturinn í starfsemi Fram- leiðslueftirlitsins og fyrirferðar- mestur, þá verð ég að segja, að það mat tryggir engum neitt. Fram- kvæmdin á því er slík, að því fylgir engin trygging hvorki til seljenda né kaupenda, nema það jú, að það kveður á um hvernig aflinn skiptist milli verðflokka og stærð- arflokka. Að öðru leyti gerir eftir- litið ekkert sem um munar í gæðamálunum. Það eru þá aðrir þættir fyrirferðarminni í starfsemi Framleiðslueftirlitsins, sem hafa áhrif á framvinduna, en þó ekki með þeirri virkni, sem þyrfti að vera. Það er vandalítið að segja stórt, en svo er aftur vandasamara að sjá hvernig til tekst. Þ.Ó.: Flafþór nú ert þú sá maður hér inni, sem hefur mesta reynslu sem sjómaður. Ert þú sammála því, sem hér hefur kom- ið fram? Sjómenn samviskusamir H.R.: Mér finnst, sérstaklega Hjalti, hafa beitt spjótum sínum heldur mikið að sjómönnum, því það er mitt mat að hinn einstaki sjómaður hefur raunverulega ekki svo mikið að segja í þessu máli. Hann vinnur sitt verk, reyndar misjafnlega vel eins og gengur. Þegar á heildina er litið, þá held ég að sjómenn séu mjög samvisku- samir og vilji gera vel og það er ekki hægt að kenna sjómanni um það, þótt að fiskur sem hann hefur gengið vel frá ofan í kassa, sé orðinn skemmt hráefni þegar hann kemur í land á tíunda og ellefta degi úr togara. Einstakir sjómenn ráða engu um, hver úti- vistin er á þeirra skipi. Þar ráða allt aðrir aðilar. Ég tek undir það sem Þorsteinn sagði hér áðan, að sjómaður sem gengur frá fiski úr til dæmis 60 tonna hali, bætir ekki það sem þegar hefur komið fyrir þann fisk, en honum verður heldur ekki kennt um. Þorsteinn minntist líka á netabátana. Eftir því sem ég veit best komu um 110 þúsund tonn af þorski á land úr netum á síðustu netavertíð og allt að helmingur af þessum afla voru metin í 2. og 3. gæðaflokk þegar skipin komu að landi. Það hefur ekkert það gerst um borð í skipunum, sem sjó- menn þurfa að skammast sín fyrir. Þeir ráða ekki í hvaða ástandi fiskurinn er, þegar hann kemur um borð úr netunum. Þama er það sóknarvandamálið sem skemmir hráefnið. Þ.Ó.: Á sínum tíma var mikið rætt um kassavæðingu. Kassar áttu að leysa öll vandamál sér- staklega um borð í skuttog- urunum. Er það samt ekki stað- reynd að fiskurinn geymist vel í kössunum fyrstu dagana, en að hann skemmist ört eftir 10 til 11 daga? Allt er gott í skreið og salt I. I.: Ég held að það væri skref aftur á bak, ef kössunum væri kastað til hliðar. Hinsvegar eru þeir háðir flestum þeim takmörk- unum, sem geymsla í ís felur í sér og eru reyndar viðkvæmari að sumu leyti. Þegar geymslutíminn er þetta langur eða 10 til 11 dagar, þá er hið eiginlega geymsluþol ferksfisks á þrotum. Það er eins og nefnt var hér áðan að einhvers- staðar eru skynsamleg mörk, um hámarksgeymslutíma afla um borð, því tíminn má ekki vera lið- inn áður en farið er að vinna fisk- inn. Þá kemur að því, sem verið hefur mjög áberandi í umræðum manna núna síðustu árin eftir að skreiðarverkun fór að vera svona ríkur þáttur í vinnslunni. „Er ekki allt fullgott í skreið og salt,“ segja menn. Það virðist allt nýtast vel í skreið og salt, sem óhæft er til frystingar. Svo lengi sem það við- horf er ríkjandi held ég að ekki sé batavon. Ég held að hráefnið þurfi að vera gott í allar þessar vinnslugreinar. Það á ekki að miða við það, að skemmt hráefni sé gott í saltfisks- eða skreiðar- verkun. Því miður lítum við ekki sjálfir á skreið sem matvæli, að minnsta kosti hef ég það á tilfinn- ingunni. Það hefur sannast að kassar eru mjög gagnlegir, þeir draga úr því hnjaski sem hráefnið verður fyrir í meðförum og þeir eiga ótvírætt rétt á sér, en þeir lengja ekki geymsluþolið nema síður sé. Geymslutími í kössum oft takmarkaður J. B.: Þessi umræða um kassa eða ekki kassa er að sjálfsögðu VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.